Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.
Verkefnastjóri stoðþjónustu
Á velferðarsviði Garðabæjar starfar samhentur hópur fólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Á velferðarsviði er veitt margþætt þjónusta til einstaklinga og fjölskyldna ásamt því sem starfsfólk vinnur að framþróun þeirra málaflokka sem tilheyra sviðinu. Undir sviðið heyrir m.a. félagsþjónusta, jafnréttismál, barnavernd, farsæld barna, þjónusta við fatlað fólk, stuðnings- og öldrunarþjónusta og móttaka flóttafólks. Á velferðarsviði er lögð áhersla á að þjónustan einkennist af fagmennsku, áreiðanleika og jákvæðni.
Verkefnastjóri í stoðþjónustu vinnur á heimili fatlaðs einstaklings í sjálfstæðri búsetu og hefur umsjón með og skipuleggur daglega þjónustu og stuðning samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfar samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018 og reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu nr.370/2016 sem og stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks.
- Framfylgja hlutverki og markmiðum starfsstöðvarinnar undir stjórn næsta yfirmann og í samvinnu við hann.
- Tryggja að íbúi/ar fái þá þjónustu sem starfsstöðinni ber að veita með það markmiði að auka sjálfstæði, lífsgæði og viðhalda færni þannig að einstaklingurinn geti verið virkur þátttakandi í samfélaginu.
- Kemur að starfsmannamálum og vaktaskýrslugerð
- Vinnur einstaklingsbundna þjónustuáætlun og sinnir eftirfylgd áætlunar
- Tengiliður við aðra þá meðferðaraðila sem koma að þjónustunni
- Sinnir ráðgjöf og stuðningi til starfsmanna og metur þörf fyrir fræðslu.
- Skapa öfluga liðsheild starfsmanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki er skilyrði
- Haldgóð þekking á málefnum fatlaðs fólks
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af starfsmannahaldi er æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Gott vald á töluðu og rituðu íslensku máli, íslenskukunnátta B2 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma)
- Bílpróf er skilyrði
Hlunnindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt12. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)
Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland
Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Leikskólinn Sjáland
Þroskaþjálfi - Leikskólinn Bjarkalundur
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Svæðisstjóri
Ísbúð Huppu
Stuðningsfulltrúi óskast á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Stuðingsfulltrúi í búsetu á Klukkuvöllum
Ás styrktarfélag
Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Fjölbreytt og spennandi starf í Skálahlíð
Búsetukjarnar í Skálahlíð
Umönnun
Sóltún hjúkrunarheimili
Spennandi starf á heimili fatlaðs fólks
Kópavogsbær
Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun
Hafnarfjarðarbær