Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Spennandi starf á heimili fatlaðs fólks

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsfólki, 18 ára eða eldri, til starfa á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Um er að ræða starf í 30%-40% hlutfalli í helgarvinnu aðra hvora helgi. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
  • Almenn heimilisstörf.
  • Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
  • Stuðla að samfélagsþátttöku og auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
  • Starfið getur verið líkamlega krefjandi

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi og/eða reynsla sem nýtist í starfi æskilegt.
  • Bílpróf og góð íslenskukunnátta.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvætt viðhorf.
  • Framtaksemi og frumkvæði í starfi.
  • Hæfni til að starfa undir álagi.
  • Hæfileikar til að aðlagast breyttum aðstæðum og tileinka sér nýjar nálganir.
Fríðindi í starfi
  • Frítt er í sundlaugar Kópavogsbæjar fyrir starfsmenn bæjarins.
  • Spennandi starf með skemmtilegu fólki.
Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar