![Kópavogsbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/41a293e1-fc6c-41cb-80b7-ba4ed6a08a79.png?w=256&q=75&auto=format)
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og tvö stoðsvið, stjórnsýslusvið og fjármálasvið. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni.. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.
![Kópavogsbær](https://alfredprod.imgix.net/cover/2abca18e-214d-467a-a104-d2f72a27a6d2.png?w=1200&q=75&auto=format)
Deildarstjóri eignadeildar
Umhverfissvið Kópavogsbæjar auglýsir starf deildarstjóra eignardeildar laust til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón og utanumhald með öllum eignum Kópavogsbæjar ásamt samskiptum við helstu aðila er koma að þeim.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með viðhaldi og rekstri fasteigna í eigu Kópavogsbæjar, þ.m.t. félagslegu húsnæði.
- Umsjón með rekstri trésmíðaverkstæðis.
- Ber ábyrgð á kostnaðar- og viðhaldsáætlun allra fasteigna.
- Hefur umsjón með reglubundnu eftirliti öryggkerfa, loftræstikerfa, brunavarna o.fl. í fasteignum Kópavogsbæjar.
- Veitir starfsfólki Kópavogsbæjar ráðgjöf varðandi leigu á húsnæði.
- Annast samskipti við önnur sveitafélög og stofnanir er við kemur fasteignum.
- Sér um samskipti við eldvarnar- og heilbrigðiseftirlit vegna mannvirkja.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf, BS gráða sem nýtist í starfi.
- Víðtæk og góð reynsla af byggingarframkvæmdum.
- Góð reynsla af verkefnastjórnun.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu æskileg.
- Góð þekking á lögum og reglugerðum sem gilda um mannvirki og rekstur þeirra.
- Almenn tölvukunnátta, ásamt þekkingu á forritum sem nýtast í starfinu.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.
- Góð íslenskukunnátta og framsetning í texta á rituðu máli.
- Frumkvæði og og sjálfstæði í vinnubröðgum.
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
![Landhelgisgæsla Íslands](https://alfredprod.imgix.net/logo/32802e92-4c25-4a06-8eeb-42b94c918b36.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur á sviði mannvirkjagerðar
Landhelgisgæsla Íslands
![E. Sigurðsson](https://alfredprod.imgix.net/logo/df332a20-38e2-49b6-9ad7-691e42b10366.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson
![Landsnet hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4da00985-7533-4548-8ae3-f38197fc486b.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.
![Fjarðabyggð](https://alfredprod.imgix.net/logo/ba86577f-f1cf-420b-b443-3f1678b3ee47.png?w=256&q=75&auto=format)
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fjarðabyggð
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)
Spennandi sumarstörf háskólanema
Norðurál
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Maintenance Programme Engineer
Icelandair
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri hjá byggingafulltrúa
Reykjanesbær
![COWI](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-df13276c-6f92-463c-98e0-64196b8db53d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í lögnum og loftræstingu
COWI
![Umhverfis- og orkustofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-a8a0f4c8-65c6-445c-a751-30e3e97eba6d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í Loftslags- og orkusjóð
Umhverfis- og orkustofnun
![Arkís arkitektar ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-32eec84e-8362-4cc0-bf72-8beaef2ce029.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Arkitektar, byggingafræðingar og innanhússarkitektar
Arkís arkitektar ehf.
![Tæknisetur ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-65b5a493-efb5-4337-a1dd-8ea74863154d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Aðstoðarmanneskja á byggingarannsóknastofu
Tæknisetur ehf.
![Umhverfis- og skipulagssvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/ebf40515-8d9a-4210-ac68-db7bdf851cbe.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri á skrifstofu framkvæmda og viðhalds
Umhverfis- og skipulagssvið