Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa

Við leitum að metnaðarfullum og ábyrgum liðsfélaga til að styrkja teymi sérfræðinga sem vinna að stafrænni þróun flutningskerfis raforku. Hjá Landsneti erum við leiðandi í heiminum í notkun stafrænna lausna og snjalltækni í orkuflutningi.

Okkar hlutverk er að undirbúa Landsnet fyrir framtíðina – hvort sem það felur í sér nýja tækni, aukinn raforkuflutning, nýja viðskiptavini eða breyttar áherslur í orkumálum. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessari þróun og vinna að verkefnum sem skipta samfélagið máli, gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur stjórn- og varnarbúnaðar.
  • Innleiðing nýrrar tækni í stjórn- og varnarbúnaði raforkukerfa.
  • Þróunsjálfvirknivæðingar og snjallnetslausna.
  • Greining gagna og upplýsinga.
  • Þekking á fjarskiptatækni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði tækni- eða verkfræði. Marktæk starfsreynsla getur komið í stað formlegrar menntunar.
  • Mjög góð tölvukunnátta, þekking á forritun og netsamskiptum er kostur.
  • Þekking á stjórn- og varnarbúnaði, þekking á raforkukerfinu er kostur.
  • Reynsla af svipuðum störfum er kostur.
  • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt sterkri greiningarhæfni.
  • Hæfni í uppbyggilegum samskiptum og samvinnu.
Fríðindi í starfi

Hjá Landsneti starfar samhentur hópur fólks sem vinnur saman að því að tryggja stöðugan rekstur raforkukerfisins og stuðla að þróun og framtíðarsýn í orkumálum.

Við bjóðum skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti, stöðuga þjálfun og fræðslu til starfsþróunar og tækifæri til að vinna með frábæru fólki að samfélagslega mikilvægum verkefnum!

Um Landsnet

Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.

Auglýsing birt10. febrúar 2025
Umsóknarfrestur24. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar