![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/logo/b98bb06e-b205-4e99-b85e-702d3ca71626.png?w=256&q=75&auto=format)
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.
![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/cover/06bfe008-a637-4b2d-937a-956b432b0b7a.png?w=1200&q=75&auto=format)
Vörustjóri gagna hjá Bláa Lóninu
Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í hlutverk vörustjóra gagna til að leiða gagnateymi og gagnastefnu fyrirtækisins. Viðkomandi mun leiða gagnavegferð Bláa Lónsins og tryggja nýsköpun og þróun í gegnum gagnadrifna ákvarðanatöku, bera ábyrgð á gagnagæðum og tryggja að fyrirtækið hafi rétta gagnainnviði til að styðja við viðskiptamarkmið og framtíðarsýn fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að samræma notkun gagna til að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu sem skapar virði til framtíðar.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
-
Skilgreina og innleiða framsækna gagnastefnu í takt við markmið Bláa Lónsins, með áherslu á að skapa langtíma virði fyrir viðskiptavini og fyrirtækið.
-
Tryggja að gögn séu meðhöndluð á samræmdan máta, með hámarks gæðum og fullnægjandi öryggi til að styðja við stefnumótandi verkefni fyrirtækisins.
-
Virkja nýtingu gagna til að styðja við frekari sjálfvirknivæðingu og framúrskarandi innsýn í rekstrar- og viðskiptavinahegðun.
-
Efla gagnalæsi innan fyrirtækisins og skapa menningu þar sem gögn eru nýtt sem lykilauðlind í ákvarðanatöku og nýsköpun.
-
Vinna náið með stjórnendum, vöruteymum og hagaðilum innan og utan fyrirtækisins til að tryggja að gögn séu notuð á árangursríkan hátt í þjónustu- og rekstri.
-
Skilgreina framtíðarsýn, áætlun og forgangsröðun verkþátta fyrir gögn viðskiptavina, notendaaðganga og auðkenningarlausnir.
Hæfniskröfur
-
Háskólamenntun sem tengist starfinu, til dæmis í viðskiptafræði, verkfræði, tölvunarfræði, eða gagnavísindum.
-
Reynsla af þróun gagnastefnu, hagnýtingu gagna og viðskiptagreind.
-
Reynsla í að keyra stafræna vegferð og gagnateymi er æskileg.
-
Reynsla af samstarfi þvert á skipulagseiningar ásamt þróun og hönnun stefnumótandi lykilmælikvarða.
-
Þekking á persónuvernd og regluverki (t.d. GDPR).
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson, forstöðumaður á netfangið: [email protected]
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
___________________________________
Data Lead at Blue Lagoon
Blue Lagoon is looking for an ambitious and experienced individual to take on the role of Data Lead, leading the company’s data team and data strategy. The person in this role will drive Blue Lagoon’s data journey, ensuring innovation and development through data-driven decision-making, maintaining data quality, and ensuring the company has the right data infrastructure to support its business goals and long-term vision. They will play a key role in aligning data usage to deliver outstanding customer service and create long-term value.
This role falls under the Digital & Data division, a diverse and innovative team with the freedom to innovate. We prioritize developing user-friendly solutions by leveraging the latest technologies. The Data Lead will work closely with other departments to drive digital growth and advancement across the company.
Key Responsibilities
-
Define and implement a forward-thinking data strategy aligned with Blue Lagoon’s objectives, focusing on long-term value creation for customers and the company.
-
Ensure data is managed consistently, with maximum quality and appropriate security, to support the company’s strategic initiatives.
-
Leverage data to drive further automation and gain valuable insights into business operations and customer behavior.
-
Promote data literacy across the company and foster a culture where data is utilized as a key asset for decision-making and innovation.
-
Work closely with executives, product teams, and stakeholders inside and outside the company to ensure effective data use in service and operations.
-
Define the vision and roadmap for customer data, user accounts, and authentication solutions.
Qualifications
-
A university degree related to the field, such as business administration, engineering, computer science, or data science.
-
Experience in developing data strategies, data utilization, and business intelligence.
-
Experience leading digital transformation and data teams is desirable.
-
Proven experience collaborating across organizational units and defining strategic key performance metrics.
-
Knowledge of data privacy and regulations (e.g., GDPR).
The application deadline is February 27th, 2025.
For more information about the role, don't hesitate to contact Jónatan Arnar Örlygsson, Director at Digital & Data Management, at [email protected]
This position is part of a lively and engaging workplace that offers a variety of diverse challenges. Employees also enjoy a range of benefits, including a fitness allowance, one of the country's most active employee associations, as well as various other benefits.
Our team operates from the Blue Lagoon office in Urriðaholt, Garðabær.
Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)
Deildarstjóri hagdeildar
Norðurál
![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/logo/b98bb06e-b205-4e99-b85e-702d3ca71626.png?w=256&q=75&auto=format)
Framendaforritari
Bláa Lónið
![Kerecis](https://alfredprod.imgix.net/logo/b0e27dcf-718a-441a-b9d7-400ce2673958.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í notendaþjónustu (IT Support Specialist)
Kerecis
![E. Sigurðsson](https://alfredprod.imgix.net/logo/df332a20-38e2-49b6-9ad7-691e42b10366.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson
![ECIT](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-9526954e-593b-4049-b3b9-3fb790df5e00.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf.
ECIT
![LOGN Bókhald](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-c0469679-668b-48b6-8997-b75739b55dd5.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
LOGN Bókhald
![Landsnet hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4da00985-7533-4548-8ae3-f38197fc486b.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)
Spennandi sumarstörf háskólanema
Norðurál
![Fjárhúsið - Spekt ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/6746596d-81a8-4cf5-abb4-20778b8b8b05.png?w=256&q=75&auto=format)
Öflugur bókari
Fjárhúsið - Spekt ehf.
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Maintenance Programme Engineer
Icelandair
![ODT](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4a85b559-77be-4c4c-975f-ba2d8a3d3e91.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingar í bókhaldi og uppgjörum
ODT
![ODT](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4a85b559-77be-4c4c-975f-ba2d8a3d3e91.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Endurskoðun og uppgjör
ODT