Kerecis
Kerecis
Kerecis

Sérfræðingur í notendaþjónustu (IT Support Specialist)

Sérfræðingur í notendaþjónustu veitir starfsfólki fyrirtækisins almenna tækniaðstoð, auk þess að viðhalda nauðsynlegum tæknibúnaði fyrirtækisins.

Um fullt starf er að ræða á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík.

Hefur þú roð við okkur?

Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða og byggir tækni sína á hagnýtingu á roði og fitusýrum. Lækningavörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar líkamsskaða; m.a. á skurðsárum, þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum sem og til að flýta fyrir gróanda og að styrkja innvortis vef eftir skurðaðgerðir og slys.

Um 600 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Þýskalandi og í Bandaríkjunum.

Sáraroð Kerecis á þátt í bata þúsunda einstaklinga um allan heim árlega.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með beiðnakerfi upplýsingatæknideildar
  • Veita starfsfólki tækniaðstoð
  • Byggja upp gott tengslanet og traust við starfsfólk með fagmannlegri þjónustu
  • Þróa og uppfæra tæknileiðbeiningar og annað viðeigandi efni
  • Þróa nýja ferla, aðferðir og verklagsreglur til að uppfæra og efla þjónustu
  • Uppsetning á tölvu- og hugbúnaði fyrir nýtt starfsfólk
  • Ráðgjöf og fræðsla fyrir notendur um notkun vél- og hugbúnaðar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Eins árs reynsla sem nýtist í starfi
  • Almenn góð tölvukunnátta
  • Góð þekking á Microsoft stýrikerfum og M365 umhverfinu
  • Microsoft og/eða kerfisstjórnunar prófgráða er kostur
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Frumkvæði og fagleg vinnubrögð
  • Mikill áhugi á að læra nýja hluti og lausnamiðuð hugsun
  • Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Laugavegur 77, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar