![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/logo/b98bb06e-b205-4e99-b85e-702d3ca71626.png?w=256&q=75&auto=format)
Bláa Lónið
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi en umfram allt skemmtilegur vinnustaður. Hjá okkur starfar fólk á öllum aldri, af ólíkum uppruna og í ólíkum störfum. Draumastarfið þitt gæti verið handan við hornið.
Undirstaðan í öllu því sem við gerum er að skapa góðar minningar fyrir gesti okkar. Það gerum við með því að hafa gleði og umhyggju að leiðarljósi, ásamt því að bera virðingu fyrir gestum okkar og hvert öðru.
Ánægja starfsmanna og ánægja gesta er samofin. Við leggjum okkur fram við að skapa góðan starfsanda og viðhorfskannanir staðfesta mikla starfsánægju. Við viljum að þér líði vel í vinnunni. Hjá okkur starfa fremstu matreiðslumenn landsins og starfsmenn fá að að njóta þess í fyrsta flokks mötuneyti. Það verður enginn svangur í vinnunni hjá Bláa Lóninu.
Við vinnum með fólki og fyrirtækjum af ólíkum toga. Starfsmenn njóta þessara tengsla. Sem dæmi má nefna kort í líkamsrækt, afslættir af ýmis konar vörum, þjónustu og afþreyingu.
Við ræktum félagslífið með skipulögðum hittingum utan vinnutíma. Við skemmtum okkur, ýmist öll saman eða innan einstakra sviða og deilda. Við erum stærri en þú kannski heldur. Hjá okkur starfa tæplega 700 manns með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við erum ólík, en lærum af hvort öðru. Saman myndum við öfluga heild.
![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/cover/06bfe008-a637-4b2d-937a-956b432b0b7a.png?w=1200&q=75&auto=format)
Framendaforritari
Bláa Lónið leitar að metnarfullum og reynslumiklum framendaforritara í innviðateymi Digital Solutions and Data. Lausnir teymisins gegna lykilhlutverki í að skapa framúrskarandi stafræna upplifun fyrir gesti Bláa Lónsins. Við leggjum metnað í að þróa lausnir sem endurspegla einstaka upplifun Bláa Lónsins, mæta þörfum gesta okkar og styrkja vörumerkið á sem bestan hátt.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna. Starfið felur í sér náið samstarf við aðrar deildir innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
-
Þróa notendavænar vef og bókunarlausnir fyrir Bláa Lónið
-
Framendaarkitektúr
-
Viðhald og þróun á einingasafni Bláa Lónsins
-
Web performance
-
Content architecture með CMS
-
Uppsetning og viðhald greiningatóla á vef og bókunarlausnum Bláa Lónsins
-
Ítrun á vinnuumhverfi framendaforritara Bláa Lónsins
Hæfniskröfur
-
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Góð samskiptahæfni og frumkvæði
-
Metnaður og reynsla í hugbúnaðarþróun
-
Unnið með Typescript, React og Next.js
-
Áhuga á umbótum á vinnuumhverfi framendaforritara
-
Áhuga á að læra nýja hluti og vaxa í starfi
-
Áhuga á hönnun og notendaupplifun
-
Metnað fyrir að gera góða hluti enn betri
Tæknin sem við vinnum með:
Við nýtum okkur nútímatækni á borð við Vercel, Turborepo, Next.js, Typescript, React, GraphQL, Github og Contentful til að skapa hraðar, öruggar og sveigjanlegar lausnir.
Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2025
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónatan Arnar Örlygsson, forstöðumaður á netfangið: [email protected]
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
________________________________
Blue Lagoon is looking for a passionate and experienced frontend developer to join the Digital Solutions and Data infrastructure team. The team’s solutions play a key role in delivering an outstanding digital experience for Blue Lagoon’s guests. We are committed to developing solutions that reflect the unique Blue Lagoon experience, meet our guests’ needs, and strengthen our brand in the best possible way.
This role falls under the Digital & Data division, a diverse and innovative team with the freedom to innovate. We focus on developing user-friendly solutions using the latest and best technologies. We collaborate closely with local and international experts and other departments within Blue Lagoon to drive digital growth and innovation.
Key Responsibilities
-
Develop user-friendly web and booking solutions for Blue Lagoon.
-
Frontend architecture.
-
Maintaining and developing Blue Lagoon’s component library.
-
Optimizing web performance.
-
Manage content architecture via CMS.
-
Setting up and maintaining analytics tools for web and booking solutions.
-
Improving the frontend developer environment at Blue Lagoon.
Qualifications
-
Education or experience relevant to the role.
-
Strong communication skills and a proactive attitude.
-
Passion for and experience in software development.
-
Experience working with TypeScript, React, and Next.js.
-
Interest in improving the frontend developer experience.
-
Willingness to learn new things and grow in the role.
-
Appreciation for good design and user experience.
-
Drive to make great things even better.
Technologies we use:
We leverage modern technologies such as Vercel, Turborepo, Next.js, TypeScript, React, GraphQL, GitHub, and Contentful to build fast, secure, and flexible solutions.
Application deadline: February 26th, 2025
For more information about the role, please get in touch with Jónatan Arnar Örlygsson, Director, at the email address [email protected]
This position is part of a lively and engaging workplace that offers a variety of diverse challenges. Employees also enjoy various benefits, including a fitness allowance, one of the country's most active employee associations, and various other benefits.
Our team operates from the Blue Lagoon office in Urriðaholt, Garðabær.
Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Staðsetning
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/logo/b98bb06e-b205-4e99-b85e-702d3ca71626.png?w=256&q=75&auto=format)
Vörustjóri gagna hjá Bláa Lóninu
Bláa Lónið
![Kerecis](https://alfredprod.imgix.net/logo/b0e27dcf-718a-441a-b9d7-400ce2673958.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í notendaþjónustu (IT Support Specialist)
Kerecis
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Salesforce Developer
Icelandair
![Origo hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/d5fac032-105b-4854-856e-1c6697ef4ee4.png?w=256&q=75&auto=format)
Gagnasérfræðingur (Data Engineer)
Origo hf.
![Landsbankinn](https://alfredprod.imgix.net/logo/e2f28a4f-5648-4651-afa7-47a4605f1b55.png?w=256&q=75&auto=format)
Hugbúnaðarsérfræðingur í Vefdeild
Landsbankinn
![VÍS](https://alfredprod.imgix.net/logo/c997434b-6e6b-44ca-a0a7-23c341c5b82e.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í áhættumati fyrirtækja
VÍS
![Umhverfis- og orkustofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-a8a0f4c8-65c6-445c-a751-30e3e97eba6d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Getur þú breytt gögnum í upplýsingar?
Umhverfis- og orkustofnun
![Advania](https://alfredprod.imgix.net/logo/bcff9ff7-89f3-4ae1-8491-6ea5340b0cf6.png?w=256&q=75&auto=format)
Solution Architect í Power platform
Advania
![ST2](https://alfredprod.imgix.net/logo/1a139108-7623-47f8-9432-a1dccc0a5765.png?w=256&q=75&auto=format)
Power Platform Sérfræðingur
ST2
![Advania](https://alfredprod.imgix.net/logo/bcff9ff7-89f3-4ae1-8491-6ea5340b0cf6.png?w=256&q=75&auto=format)
Hugbúnaðarsérfræðingur Microsoft Power platform
Advania
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Hafnarfjarðarbær
![Kvika banki hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/0e659bfa-6040-472d-979d-cdf19b42ac6c.png?w=256&q=75&auto=format)
Kerfisstjóri
Kvika banki hf.