Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Gagnasérfræðingur (Data Engineer)

Eru gagnavísindi og vinnsla gagna eitthvað fyrir þig?


Hefur þú brennandi áhuga á gögnum, nýtingu þeirra og þróun gagnaumhverfa til að aðstoða fyrirtæki við að ná betri árangri?


Vilt þú vinna með stærstu fyrirtækjum landsins við að nýta sér hraðar tækniframfarir á sviði gagnavinnslu og gervigreindar?


Þá erum við að leita að þér!

Origo hefur ofurtrú á auknu mikilvægi gagnadrifinna lausna og við viljum vaxa hratt á sviði viðskiptagreindar og gagnadrifinna lausna á næstu misserum. Við leitum því að metnaðarfullum einstaklingum til að taka þátt í þessari uppbyggingu með okkur. Við leggjum mikla áherslu á þekkingaröflun starfsfólks og þetta því frábært tækifæri fyrir þau sem vilja komast í vinnuumhverfi þar sem ávinningur viðskiptavina og starfsþróun fer saman.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í þróun lausna sem auka verðmæti vöruframboðs Origo

  • Hönnun, smíði og viðhald gagnalausna í Azure

  • Þátttaka í útfærslum á sviði gervigreindar

  • Samskipti við vörustjóra og aðra hagsmunaðila innan Origo

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Tölvunarfræði, stærðfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi

  • Sjálfstæði og frumkvæði eru mjög mikilvægir eiginleikar

  • Reynsla af gagnatengdri vinnu í Azure er mikill kostur

  • Reynsla af gagnagrunnsforritun (SQL) er mikill kostur

  • Reynsla af power platform, t.d. Power BI, Power apps eða Power automate er kostur

  • Reynsla af Python er kostur

Fríðindi

  • Framúrskarandi vinnuaðstaða

  • Sveigjanlegur vinnutími

  • Styrkir s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur o.fl.

  • Öflug velferðar-og heilsustefna

  • Frábært mötuneyti

Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Sérhæfing okkar felst í því að skapa og reka örugga innviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Betri tækni sem bætir líf fólks. Hjá okkur starfa um 260 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins. 

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 21.febrúar.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo, [email protected]

Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur21. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar