Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Ráðgjafi með reynslu af Dynamics 365 Business Central 

Elskar þú Business Central og fólk?

Við leitum að reynslumiklum ráðgjafa með brennandi áhuga á Dynamics 365 Business Central.

Hver erum við

  • Við erum nýsköpunarfyrirtæki sem veitir framúrskarandi þjónustu á sviði upplýsingatækni

  • Við erum markmiðadrifin og með áherslu á stöðugar umbætur og skilvirka teymisvinnu

  • Við leggjum áherslu á skapandi hugsun, samvinnu og árangur

Að hverju erum við að leita?

  • Við leitum að reynslumiklum ráðgjafa í þjónustu við viðskiptavini sem nota Dynamics 365 Business Central

  • Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir nýjungum að ná markmiðum sínum, sem og viðskiptavina

Hvað kemur þú til með að gera?

  • Þú munt leiða innleiðingar á Dynamics 365 Business Central, tryggja að verkefni séu innleidd á tíma og mæti kröfum viðskiptavina

  • Þú munt vinna náið með viðskiptavinum í þarfagreiningum, veita ráðgjöf um „best practices“ og hönnun á sérlausnum í Business Central

  • Þú munt sinna uppsetningum og sérsníða Business Central til að uppfylla sérþarfir viðskiptavina hvað varðar verkflæði, skýrslur og samþættingar

  • Þú munt veita sérfræðiráðgjöf við prófanir og þjálfun til að tryggja framúrskarandi upplifun endanotenda

  • Þú munt koma að námskeiðahaldi og þjálfun fyrir viðskiptavini til að nýta Dynamics 365 Business Central á skilvirkan hátt

  • Þú munt vera í samstarfi við forritara og önnur tækniteymi til að tryggja árangursríka innleiðingu verkefna

  • Þú munt sinna bilanagreiningum og leysa flókin verkefni, veita sérfræðiráðgjöf og raunhæfar lausnir

  • Fylgjast með og tileinka þér nýjungar í Business Central og vera með frumkvæði í nýtingu þeirra fyrir viðskiptavini

  • Viðhalda sterkum viðskiptatengslum og veita þjónustu að innleiðingum loknum

Hæfni sem þú þarft að hafa

  • Framúrskarandi reynslu af Dynamics 365 Business Central (Innleiðingum, stillingum og sérlausnum)

  • Yfirgripsmikla þekking á viðskiptaferlum og hvernig megi bæta þá með Dynamics 365 Business Central

  • Reynslu af því að leiða verkefni hjá viðskiptavinum, þarfagreiningum og þjónustuafhendingu

  • Framúrskarandi samskiptahæfileika til að byggja upp samskipti við viðskiptavini og innan teyma

  • Vinna sjálfstætt og í teymum

  • Grunnþekking á Microsoft Azure, PowerBI og Power Automate er kostur

  • Reynslu af bókhaldi er kostur

  • Viðskiptavinamiðaða nálgun með hæfileika til að bjóða raunhæfar og árangursríkar lausnir

  • B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegu

Það væri frábært ef þú værir með

  • Vottun í Dynamics 365 Business Central eða tengdri tækni

  • Reynsla af ráðgjöf í fjárhagskerfum og fjárhagstengdum ferlum

  • Reynslu af Agile/Scrum þróunaraðferðum

Það sem við bjóðum

  • Gagnkvæmt traust og sveigjanleika í starfi

  • Heilbrigðan vinnustað með frábært mötuneyti og líkamsrækt

  • Fyrsta flokks tækni, frábært starfsumhverfi og öflugt félagslíf

  • Hvatningu til að þróast í starfi og bæta við þig þekkingu og / eða tæknigráðum

  • Hjá okkur færðu tækifæri til að taka þátt í að þróa áfram spennandi lausnir með tæknina að vopni

  • Öfluga velferðar-og heilsustefnu

  • Styrki, s.s. íþróttastyrk, samgöngustyrk o.fl.

Origo er nýsköpunarfyrirtæki sem veitir þríþætt framboð í upplýsingatækni: rekstrarþjónustu, hugbúnað og notendabúnað. Origo á rætur sínar að rekja allt til ársins 1899, frá skrifstofuvélum og fyrstu tölvunni hefur fyrirtækið vaxið og dafnað í áranna rás. Við trúum að „betri tækni bæti lífið“ og erum stöðugt að þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar. Origo er leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana á Íslandi.

Mannauðsstefna

Það er stefna Origo að vera fyrsta val hjá einstaklingum sem trúa því að betri tækni bæti lífið. Við kunnum að meta einlægni, forvitni og lausnarmiðað hugarfar í bland við alls konar tæknifærni. Við byggjum á liðsheild og leggjum áherslu á að ýta undir styrkleika hvors annars og þróast áfram.

Saman breytum við leiknum!

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn.

Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo.

Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AgilePathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SCRUMPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.ViðskiptafræðingurPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar