Advania
Advania
Advania

Solution Architect í Power platform

Langar þig að hanna og leiða tæknilega útfærslu Power Platform lausna? Langar þig að starfa í stórum og öflugum hópi ráðgjafa og hugbúnaðarsérfræðinga?

Viðskiptalausnasvið Advania leitar að öflugum Solution Architect í Power Platform teymið okkar. Við leitum að einstakling sem hefur mikla reynslu af þróun og hefur áhuga á að vinna í öflugu teymi.

Power Platform teymi Advania sinnir bæðu vöruþróun og fjölbreyttum aðlögunum fyrir fjölbreytta ferla viðskiptavina okkar. Sjálfvirkni, AI og Agents eru framtíðin í öllum viðskiptaferlum og hér er tækifæri til að taka þátt í að byggja upp frábærar lausnir og teymi til að mæta þeirri vegferð

Hlutverk og ábyrgð:

  • Leiða þróun og innleiðingu á Power Platform lausnum fyrir viðskiptavini
  • Hönnun og mótun á tæknilegum lausnum sem styðja viðskiptaáherslur og þarfir viðskiptavina
  • Hafa umsjón með arkitektúr og tæknilegri stefnu verkefna og tryggja samræmi við gæðaferla og markmið fyrirtækisins
  • Þátttaka í stefnumótun og skipulagningu verkefna
  • Samvinna við hönnunarteymi, viðskiptaaðila og tæknisérfræðinga til að tryggja framúrskarandi lausnir
  • Þróun og viðhald á Advania á Power Platform
  • Veita sérfræðiráðgjöf og þjálfun um besta notkun Power Platform jafnt innan fyrirtækisins og til viðskiptavina

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tengdum greinum er æskileg
  • Reynsla af hönnun og þróun
  • Þekking á Power Platform, þar með talið Power Apps, Power Automate og Power BI.
  • Sterk samskipta- og samstarfshæfni
  • Skilningur á viðskiptahlið tæknilausna og getu til að vinna viðskiptakröfur yfir í tæknilegar lausnir
  • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
  • Framúrskarandi færni í að leysa vandamál
  • Microsoft Power Platform vottun er kostur (Solution Architect)
  • Reynsla af Azure þjónustum, samþættingum og skýjatækni
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar