Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Solution Architect í Power platform
Langar þig að hanna og leiða tæknilega útfærslu Power Platform lausna? Langar þig að starfa í stórum og öflugum hópi ráðgjafa og hugbúnaðarsérfræðinga?
Viðskiptalausnasvið Advania leitar að öflugum Solution Architect í Power Platform teymið okkar. Við leitum að einstakling sem hefur mikla reynslu af þróun og hefur áhuga á að vinna í öflugu teymi.
Power Platform teymi Advania sinnir bæðu vöruþróun og fjölbreyttum aðlögunum fyrir fjölbreytta ferla viðskiptavina okkar. Sjálfvirkni, AI og Agents eru framtíðin í öllum viðskiptaferlum og hér er tækifæri til að taka þátt í að byggja upp frábærar lausnir og teymi til að mæta þeirri vegferð
Hlutverk og ábyrgð:
- Leiða þróun og innleiðingu á Power Platform lausnum fyrir viðskiptavini
- Hönnun og mótun á tæknilegum lausnum sem styðja viðskiptaáherslur og þarfir viðskiptavina
- Hafa umsjón með arkitektúr og tæknilegri stefnu verkefna og tryggja samræmi við gæðaferla og markmið fyrirtækisins
- Þátttaka í stefnumótun og skipulagningu verkefna
- Samvinna við hönnunarteymi, viðskiptaaðila og tæknisérfræðinga til að tryggja framúrskarandi lausnir
- Þróun og viðhald á Advania á Power Platform
- Veita sérfræðiráðgjöf og þjálfun um besta notkun Power Platform jafnt innan fyrirtækisins og til viðskiptavina
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tengdum greinum er æskileg
- Reynsla af hönnun og þróun
- Þekking á Power Platform, þar með talið Power Apps, Power Automate og Power BI.
- Sterk samskipta- og samstarfshæfni
- Skilningur á viðskiptahlið tæknilausna og getu til að vinna viðskiptakröfur yfir í tæknilegar lausnir
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Framúrskarandi færni í að leysa vandamál
- Microsoft Power Platform vottun er kostur (Solution Architect)
- Reynsla af Azure þjónustum, samþættingum og skýjatækni
Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Hugbúnaðarsérfræðingur Microsoft Power platform
Advania
Ráðgjafi í mannauðslausnum
Advania
Vörustjóri greiðslna - Viðskiptalausnir
Landsbankinn
Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Hafnarfjarðarbær
Gagnasérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Stafrænn Markaðssérfræðingur
Blue Lagoon Skincare
Hópstjóri í Viðskiptaeftirlit
Íslandsbanki
Viðskiptafræðingur í fjármáladeild
Vegagerðin
Hugbúnaðarsérfræðingar iOS og Android
Arion banki
Forritari með reynslu í Dynamics 365 Business Central
Origo hf.
Ráðgjafi með reynslu af Dynamics 365 Business Central
Origo hf.