Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun

Sérfræðingur í jarðvísindum í teymi leyfa og umsagna

Hjá Umhverfis- og orkustofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vinnslu leyfa og ritun umsagna með áherslu á vinnslu jarðhita og niðurdælingu koltvísýrings. Teymið gefur m.a. út starfsleyfi fyrir rekstraraðila í starfsemi sem felur í sér losun mengandi efna og annars umhverfisálags. Útgáfa starfsleyfa byggir m.a. á löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og stefnu stjórnvalda þar um. Einnig gefur teymið út rannsókna-, nýtingar- og virkjunarleyfi fyrir jarðhita. Sérfræðingurinn mun einnig taka þátt í vinnu við endurskoðun laga og reglugerða og rýni verkefni annarra sérfræðinga í teyminu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og vinnsla starfsleyfisumsókna fyrir mengandi starfsemi
  • Móttaka og vinnsla rannsókna-, nýtingar- og virkjunarleyfa
  • Samskipti við umsóknaraðila og samstarfsaðila
  • Ritun umsagna um matskýrslur og skipulag
  • Fjölbreytt greiningarvinna í verkefnum teymisins
  • Teymisvinna um verkefni og umbætur
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði jarðvísinda, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi, meistaragráða er æskileg
  • Þekking og/eða reynsla af jarðhitarannsóknum og/eða jarðhitavinnslu er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynlegt
  • Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar