![Umhverfis- og orkustofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-a8a0f4c8-65c6-445c-a751-30e3e97eba6d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa 1. janúar 2025. Stofnunin tók við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar.
Umhverfis- og orkustofnun fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar. Þar á meðal eru verkefni í fjölbreyttum málaflokkum:
Efnamál
Eftirlit
Haf og vatn
Hringrásarhagkerfi
Loftgæði
Loftslags- og orkusjóður
Losunarheimildir
Orkuskipti
Orkunýtni
Starfsemin fer fram á sex starfsstöðvum um allt land en bæði á Borgum á Akureyri og á Suðurlandsbraut í Reykjavík er starfað í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.
Starfsstöðvarnar okkar eru:
Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstaðir, Selfoss, Reykjavík og Hvanneyri.
![Umhverfis- og orkustofnun](https://alfredprod.imgix.net/cover/is-9b23c012-1509-4efe-8527-c8ae8be208c2.png?w=1200&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í jarðvísindum í teymi leyfa og umsagna
Hjá Umhverfis- og orkustofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í vinnslu leyfa og ritun umsagna með áherslu á vinnslu jarðhita og niðurdælingu koltvísýrings. Teymið gefur m.a. út starfsleyfi fyrir rekstraraðila í starfsemi sem felur í sér losun mengandi efna og annars umhverfisálags. Útgáfa starfsleyfa byggir m.a. á löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og stefnu stjórnvalda þar um. Einnig gefur teymið út rannsókna-, nýtingar- og virkjunarleyfi fyrir jarðhita. Sérfræðingurinn mun einnig taka þátt í vinnu við endurskoðun laga og reglugerða og rýni verkefni annarra sérfræðinga í teyminu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og vinnsla starfsleyfisumsókna fyrir mengandi starfsemi
- Móttaka og vinnsla rannsókna-, nýtingar- og virkjunarleyfa
- Samskipti við umsóknaraðila og samstarfsaðila
- Ritun umsagna um matskýrslur og skipulag
- Fjölbreytt greiningarvinna í verkefnum teymisins
- Teymisvinna um verkefni og umbætur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði jarðvísinda, verkfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi, meistaragráða er æskileg
- Þekking og/eða reynsla af jarðhitarannsóknum og/eða jarðhitavinnslu er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynlegt
- Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
- Haldbær þekking á einu Norðurlandamáli er kostur
Auglýsing birt6. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
Nauðsyn
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
![Bláa Lónið](https://alfredprod.imgix.net/logo/b98bb06e-b205-4e99-b85e-702d3ca71626.png?w=256&q=75&auto=format)
Vörustjóri gagna hjá Bláa Lóninu
Bláa Lónið
![E. Sigurðsson](https://alfredprod.imgix.net/logo/df332a20-38e2-49b6-9ad7-691e42b10366.png?w=256&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri Byggingarframkvæmda
E. Sigurðsson
![Landsnet hf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-4da00985-7533-4548-8ae3-f38197fc486b.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í rekstri stafrænna kerfa
Landsnet hf.
![Norðurál](https://alfredprod.imgix.net/logo/05a16727-3604-48bf-8c54-f16c9f36b36f.png?w=256&q=75&auto=format)
Spennandi sumarstörf háskólanema
Norðurál
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Maintenance Programme Engineer
Icelandair
![Icelandair](https://alfredprod.imgix.net/logo/33d72d94-4bc1-4f22-aa39-e6e0d4fca96d.png?w=256&q=75&auto=format)
Salesforce Developer
Icelandair
![Air Atlanta Icelandic](https://alfredprod.imgix.net/logo/c96fa527-a770-4aee-bf05-9539715a2e29.png?w=256&q=75&auto=format)
Structural Repair Engineer
Air Atlanta Icelandic
![COWI](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-df13276c-6f92-463c-98e0-64196b8db53d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í lögnum og loftræstingu
COWI
![VÍS](https://alfredprod.imgix.net/logo/c997434b-6e6b-44ca-a0a7-23c341c5b82e.png?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í áhættumati fyrirtækja
VÍS
![Vörður tryggingar](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-8bbbba86-c68b-459c-96ea-bc443259e9fd.png?w=256&q=75&auto=format)
Sumarstörf 2025
Vörður tryggingar
![Umhverfis- og orkustofnun](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-a8a0f4c8-65c6-445c-a751-30e3e97eba6d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Sérfræðingur í Loftslags- og orkusjóð
Umhverfis- og orkustofnun
![Tæknisetur ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-65b5a493-efb5-4337-a1dd-8ea74863154d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
Aðstoðarmanneskja á byggingarannsóknastofu
Tæknisetur ehf.