Landsnet hf.
Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar.Við erum líka framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi.
Öryggisfulltrúi hjá Landsneti
Við hjá Landsneti leitum að metnaðarfullum og áhugasömum öryggisfulltrúa til að bætast í öryggisteymi fyrirtækisins. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem tengjast innleiðingu öryggismenningar og vinnubragða með áherslu á að lágmarka áhættu í starfsemi okkar við rekstur flutningskerfisins. Öryggisfulltrúinn mun vinna náið með öryggisstjóra og styðja vinnuflokka á línum og tengivirkjum við að fylgja framúrskarandi öryggisstöðlum og verkferlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit, úttektir og þjálfun rafiðnaðarfólks sem sinnir viðhaldi og viðgerðum á mannvirkjum Landsnets.
- Aðstoð við innleiðingu og þróun öryggismenningar fyrirtækisins.
- Verkefni sem tengjast öryggisvottunum og áætlanagerð fyrir vinnuflokka.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðhorf.
- Menntun í rafvirkjun, rafveituvirkjun eða á sambærilegu sviði.
- Reynslu af öryggismálum tengdum háspennu og rafmagni.
- Sterka öryggisvitund, öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi .
- Frumkvæði, drifkraft og lausnamiðaða hugsun.
-
Þekking á ISO 45001 er kostur.
Fríðindi í starfi
- Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og svo margt fleira.
- Stuðning við að vaxa í starfi og bæta við þig þekkingu.
- Tækifæri til að vinna við verkefni sem skipta máli fyrir samfélagið!
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (6)
Sumarstarf gæða- og umhverfisteymi Aðfanga
Aðföng
Öryggisstjóri IKEA
IKEA
Öryggisfulltrúi IKEA
IKEA
Sumarstörf 2025 - Öryggisþjónusta
Landspítali
Gæða- og öryggisstjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
Staða öryggisstjóra hjá Fangelsismálastofnun ríkisins
Fangelsismálastofnun