IKEA
IKEA
IKEA

Öryggisstjóri IKEA

Við hjá IKEA leitum að drífandi og ábyrgum öryggisstjóra til að leiða 14 manna öryggisdeild fyrirtækisins. Öryggisdeildin gegnir lykilhlutverki við öryggisgæslu, rýrnunareftirlit og viðhald á öryggi bæði innan og utan húsnæðis okkar.

Öryggisstjóri ber meginábyrgð á öryggismálum IKEA og tryggir að þau standist settar kröfur. Starfið felur í sér stjórn á öryggisdeildinni, stöðugar umbætur á öryggisferlum og þjálfun starfsfólks í öryggis- og gæsluverkefnum.

Vinnutími öryggisstjóra er alla jafna frá 8:00 til 16:15 á virkum dögum, en öryggisdeildin er starfandi allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja að verslunin og umhverfi hennar séu örugg fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini
  • Yfirumsjón með rýmingaráætlun og framkvæmd rýmingaræfinga
  • Stýra og viðhalda öryggis- og eftirlitsbúnaði fyrirtækisins
  • Framfylgja öryggisstefnu IKEA og sjá um stöðugar úrbætur
  • Vinna náið með eignaumsjón, viðhaldsdeild IKEA
  • Ber ábyrgð á úttektum er varðar öryggisbúnað
  • Þáttaka í skýrslugerð er varðar öryggisatriði og lögbundið eftirlit
  • Veita viðbragðsaðilum nauðsynlegar upplýsingar við neyðartilvik
  • Skipuleggja og framkvæma þjálfun í öryggismálum fyrir starfsfólk
  • Taka þátt í skráningu vinnuslysa
  • Rýrnunareftirlit
  • Umsjón með starfsmannamálum öryggisdeildar í samvinnu við deildarstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af öryggisþjónustu er nauðsynleg
  • Reynsla og hæfni í stjórnunarstörfum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Djúp öryggisvitund og metnaður fyrir umbótum
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Sjálfstæði, frumkvæði og útsjónarsemi í vinnubrögðum
  • Geta til að vinna undir álagi og halda ró sinni í krefjandi aðstæðum
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Hæfni til að þjálfa aðra
  • Góð tölvukunnátta og skipulagshæfni
  • Rík áhersla á trúnað og fagmennsku
Fríðindi í starfi
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
  • Afsláttur af IKEA vörum
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
  • Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota
  • Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
  • Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar