NÆTURVÖRÐUR
Heimavist MA og VMA leitar að næturverði til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi umhverfi.
Yfir skólaárið dvelja um 300 íbúar, sem stunda nám við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri, á heimavistinni þar sem rík áhersla er lögð á að tryggja íbúum heimavistarinnar öryggi og að skapa góðar og heimilislegar aðstæður.
Um fullt starf er að ræða og vinnur viðkomandi að jafnaði tólf vaktir í mánuði, sex vaktir í lotu.
Laun eru samkvæmt stofnanasamningi við Einingu Iðju.
Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni næturvarðar eru nætur- og öryggisvarsla, aðstoð við íbúa og önnur tilfallandi verkefni.
Við leitum að aðila með mikla þjónustulund og samskiptahæfni og sem hefur gaman af að starfa með ungmennum.