Starfsmaður í íþróttahús
Fimleikafélagið Björk leitar að starfsmanni í húsvörslu og þrif í íþróttahúsi félagsins. Leitað er eftir laghentum einstaklingi sem á auðvelt með að umgangast börn og unglinga.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Unnið er alla virka daga frá 12-18 og ein helgi í mánuði yfir vetrarmánuðina.
Óskað er eftir að starfsmaður hefji störf sem fyrst, ekki seinna en 1.mars.
Nánari upplýsingar gefur Hilmar Ingimundarsson framkvæmdastjóri félagsins, hilmar@fbjork.is.
Umsóknum og ferilskrá skal skilað á auglýsingavef Alfreð eða á fbjork@fbjork.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
Almenn gæsla í íþróttamannvirkinu og eftirfylgni með umgengnisreglum.
Dagleg þrif á íþróttahúsinu, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri og búningsklefum.
Umsjón með mannvirkjum, aðstöðu og tækjum.
Starfsmaður er iðkendum félagsins innan handar.
Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
Stundvísi og almenn reglusemi
Íslenskukunnátta
Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
Hreint sakavottorð