Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Öryggisverðir í hafnarþjónustu - Sumarstarf

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum og þjónustu í öryggis- og velferðartækni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við erum með vaxandi hóp sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, djúpstæðri fagþekkingu og mikilli reynslu í þjónustu við viðskiptavini.

Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.

Ertu með brennandi áhuga á öryggismálum ?

Öryggismiðstöðin leitar eftir einstaklingum í öryggisgæslu á höfninni á höfuðborgarsvæðinu. Starfið felur í sér að tryggja öryggi og eftirlit á svæðinu ásamt því að sinna daglegum verkefnum á höfninni.

Starfið er á sviði Mannaðra lausna sem veitir fjölbreytta þjónustu öryggisvarða, meðal annars útkallsþjónustu, vaktferðir, verðmætaflutninga og almenna öryggisgæslu fyrir viðskiptavini Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða starf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.

Við leitum að einstaklingum til starfa sem geta unnið sjálfstætt en einnig í liði, hafa ástríðu fyrir öryggi og velferð annarra, eru jákvæðir og geta tekið ákvarðanir skjótt og vel.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hafnargæsla við skemmtiferðaskip
  • Landamæraeftirlit við höfnina, tryggja öryggi innan svæðis
  • Skanna verðmæti og tryggja öryggi og flutning á þeim
  • Afhending á vörum milli svæða
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Almenn öryggisgæsla og önnur skyld störf á vegum fyrirtækisins
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð
  • Rík þjónustulund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Íslensku- og enskukunnátta
  • Gild ökuréttindi
Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar