IKEA
IKEA
IKEA

Öryggisfulltrúi IKEA

Staða öryggisfulltrúa er laus til umsóknar. Um fullt starf er að ræða á rúllandi vaktarplani.

Starfið felst í almennri öryggisgæslu, rýrnunareftirliti og eftirliti með hússtjórnarkerfum. Að auki felst í starfinu móttaka gesta auk tilfallandi starfa sem heyra undir öryggisdeild.

Öryggisdeild IKEA er starfandi allan sólarhringinn, alla daga ársins og því geta vaktir lent á rauðum dögum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Öryggisgæsla (vöruvernd, rýrnunareftirlit)
  • Eftirlit með öryggiskerfum IKEA
  • Framfylgni á ákvæðum vinnuverndarlöggjafar
  • Eftirlit með öryggi starfsfólks
  • Vinnsla á upplýsingum úr hússtjórnarkerfi
  • Skýrslugerð vegna slysa, atburða og uppákomna í húsnæði IKEA og lóð þess
  • Veita fyrstu hjálp sé hennar þörf
  • Söltun og mokstur
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af öryggisstörfum kostur
  • Þekking á skyndihjálp kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Stundvísi, heiðarleiki og áreiðanleiki
  • Góð skipulags- og tölvukunnátta
  • Bílpróf
  • Vinnuvélaréttindi kostur
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Afsláttur af IKEA vörum
  • Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota
  • Frí heilsufarsskoðun og velferðarþjónusta frá utanaðkomandi fagaðila
  • Ýmsir styrkir - m.a. heilsueflingarstyrkur, samgöngustyrkur og námsstyrkur
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur og fríir ávextir
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni og framþróun
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kauptún 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar