Compliance Auditor
Við leitum að Compliance Auditor til að starfa í Safety Management System (SMS) & Security deild. Compliance Auditor sér um að undirbúa, framkvæma og fylgja eftir úttektum og skoðunum í hinum ýmsu deildum, til að tryggja að farið sé eftir verklagsreglum og viðeigandi reglugerðum. Starfið krefst þekkingar á flugreglugerðum, svo sem EASA og IATA, ásamt hæfni til að fara yfir handbækur, fylgjast með reglugerðarbreytingum og vinna náið með teymum innan fyrirtækisins til að tryggja að reglugerðarkröfur séu uppfylltar.
Viðkomandi þarf að hafa framúrskarandi skipulagshæfni, getu til að vinna sjálfstætt og sterka samskiptahæfni. Reynsla af úttektum er æskileg, auk skilnings á flugrekstri og reglugerðarumhverfi. Frumkvæði við lausn vandamála og stöðugar umbætur er álitinn kostur.
- Haldbær reynsla úr flugrekstrarumhverfi áskilin
- Þekking á EASA reglugerðarumhverfi
- Námsskeið í framkvæmd úttekta eða gæðastjórnun eru kostur
- Reynsla af öryggisstjórnunarkerfum (SMS) og gæðastjórnunarkerfum (QMS) er kostur
- Fyrri reynsla af skjalastjórnunarkerfum er plús
- Framúrskarandi hæfni í rituðu og töluðu máli á ensku
- Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfni
- Sjálfstæði, skipulagshæfni og agi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúa og framkvæma úttektir og skoðanir, bæði innri og ytri
- Eftirfylgni frávika
- Yfirlestur handbóka
- Fylgjast með viðeigandi reglugerðarkröfum
- Vinna með öðrum deildum til að tryggja samræmi við reglugerðir og innri kröfur
- Önnur skyld verkefni