Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) var stofnað árið 1984 og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir fallega hönnuð hús og frágang lóða. Bygg hefur byggt í kringum 4.000 íbúðir sem og tugþúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Hjá fyrirtækinu starfa um 160 manns og fjöldi undirverktaka. Bygg er þekkt fyrir traust og örugg vinnubrögð, vandaðan frágang og efndir á umsömdum tíma.
Leiðarljós Bygg eru:
Reynsla, metnaður og fagmennska.
Gæða- og öryggisstjóri Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf
Byggingarfélagið leitar að gæða- og öryggisstjóra sem starfar þvert á deildir og verkstaði, veitir ráðgjöf í gæða- og öryggismálum og tryggir viðeigandi samráð og upplýsingagjöf. Við leitum að traustum aðila með reynslu af gæða- og öryggismálum sem hefur áhuga á að sinna gæða- og öryggismálum í byggingariðnaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með gæða-, öryggis- og umhverfismálum í samræmi við lög, reglugerðir og staðla.
- Skapar, viðheldur og er ábyrgur fyrir öryggismenningu.
- Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk, ásamt þróun fræðsluefnis er varða gæða- og öryggismál.
- Umsjón með gæðaeftirliti, innri og ytri úttektum, umbótum og eftirfylgni.
- Eftirfylgni með gerð áhættumats á verkstöðum.
- Sinna fyrirbyggjandi aðgerðum, atvikaskráningu, úrbótum og eftirfylgni vegna slysa, atvika og frávika.
- Gerð, viðhald og endurnýjun á öryggis- og gæðahandbókum, verkferlum, áætlunum og leiðbeiningum.
- Vinna að því að verklag og ferlar séu skilvirkir.
- Upplýsingagjöf til stjórnenda og samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum við gæða- og öryggismál.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi. Sveinspróf í iðngrein er kostur.
- Góð tækniþekking, Office 365, Sharepoint, Ajour.
- Sannfæringarkraftur, áræðni og geta til að hrinda hugmyndum í framkvæmd.
- Færni í mannlegum samskiptum og uppbyggilegt viðmót.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Faglegur metnaður og skipulagshæfni.
- Hæfileikar til að miðla þekkingu
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti, önnur tungumálakunnátta er kostur.
Auglýsing birt7. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 31, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar