Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Verkefnastjóri hjá byggingafulltrúa

Reykjanesbær leitar að verkefnastjóra hjá byggingarfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasviði. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við mannvirkjalög og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varðar notkun lóða og byggingarframkvæmd á þeim.
Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Yfirferð byggingarleyfisumsókna og hönnunargagna
•    Opinbert byggingareftirlit, stöðuskoðanir, öryggis- og lokaúttektir
•    Útgáfa vottorða, umsagnir vegna rekstrar og veitingaleyfa
•    Halda utan um stafræna mannvirkjaskrá
•    Aðkoma að skipulagsmálum, auk aðstoðar við kortagrunna og fleiri tengd verkefni
•    Önnur tilfallandi störf hjá embætti byggingarfulltrúa

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Háskólamenntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða       byggingarfræði er skilyrði
•    Reynsla á sviði hönnunar- og mannvirkjagerðar er skilyrði
•    Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga er skilyrði
•    Þekking á lagaumgjörð mannvirkjamála er kostur
•    Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
•    Þekking á verkefnastjórnun er æskileg
•    Góð tölvukunnátta er æskileg
•    Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg
•    Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
•    Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Fríðindi í starfi

•    Bókasafnskort
•    Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
•    Gjaldfrjáls aðgangur í sund
•    Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar