![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/cover/963d6455-5a39-4517-a04a-1a1c8fb8fc30.png?w=1200&q=75&auto=format)
Verkefnastjóri hjá byggingafulltrúa
Reykjanesbær leitar að verkefnastjóra hjá byggingarfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasviði. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við mannvirkjalög og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varðar notkun lóða og byggingarframkvæmd á þeim.
Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
• Yfirferð byggingarleyfisumsókna og hönnunargagna
• Opinbert byggingareftirlit, stöðuskoðanir, öryggis- og lokaúttektir
• Útgáfa vottorða, umsagnir vegna rekstrar og veitingaleyfa
• Halda utan um stafræna mannvirkjaskrá
• Aðkoma að skipulagsmálum, auk aðstoðar við kortagrunna og fleiri tengd verkefni
• Önnur tilfallandi störf hjá embætti byggingarfulltrúa
• Háskólamenntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingarfræði er skilyrði
• Reynsla á sviði hönnunar- og mannvirkjagerðar er skilyrði
• Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga er skilyrði
• Þekking á lagaumgjörð mannvirkjamála er kostur
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Þekking á verkefnastjórnun er æskileg
• Góð tölvukunnátta er æskileg
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði
• Bókasafnskort
• Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
• Gjaldfrjáls aðgangur í sund
• Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Umhverfis- og skipulagssvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/ebf40515-8d9a-4210-ac68-db7bdf851cbe.png?w=256&q=75&auto=format)
![Norconsult ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/a0ee7b0f-55f4-4547-ade6-44f6d73df001.png?w=256&q=75&auto=format)
![Norconsult ehf.](https://alfredprod.imgix.net/logo/a0ee7b0f-55f4-4547-ade6-44f6d73df001.png?w=256&q=75&auto=format)
![VSB verkfræðistofa](https://alfredprod.imgix.net/logo/e56d58fc-2da5-4228-8044-90ec54de5e07.png?w=256&q=75&auto=format)
![Ístak hf](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-ed59dcf6-e796-48e5-a1d4-3b0c013ba124.png?w=256&q=75&auto=format)
![Umhverfis- og skipulagssvið](https://alfredprod.imgix.net/logo/ebf40515-8d9a-4210-ac68-db7bdf851cbe.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![COWI](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-df13276c-6f92-463c-98e0-64196b8db53d.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![K16](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-7a08839d-d73a-44be-89b7-40fecebefc6c.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Steypustöðin](https://alfredprod.imgix.net/logo/0c3ae950-1850-4684-af08-d767d6e1c822.png?w=256&q=75&auto=format)
![Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf](https://alfredprod.imgix.net/logo/9a761348-494a-4af8-b42c-402117c8e511.png?w=256&q=75&auto=format)