Landhelgisgæsla Íslands
Landhelgisgæsla Íslands

Sérfræðingur á sviði mannvirkjagerðar

Brennur þú fyrir verkefnastjórnun og góðu skipulagi og hefur menntun eða reynslu á sviði mannvirkjagerðar og byggingaframkvæmda?

Landhelgisgæsla Íslands leitar að öflugum, útsjónarsömum og skipulögðum einstaklingi til að taka þátt í verkefnastjórnun og samræmingu með uppbyggingu mannvirkja og innviða á öryggissvæðunum hér á landi, sjá auglýsingu nr. 964/2021 um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Um tímabundið starf er að ræða með möguleika á fastráðningu.

Helstu verkefni eru:

  • Verkefnastjórnun í samvinnu við aðra stjórnendur og sérfræðinga
  • Undirbúningur og innleiðing verkefna í samvinnu við hagsmunaaðila hér á landi og erlendis
  • Þátttaka í tengdum vinnuhópum
  • Undirbúningur og framkvæmd í samvinnu við viðeigandi hagsmunaaðila
  • Áætlanagerð, framkvæmda- og kostnaðareftirlit
  • Eftirfylgni með heimildum, framkvæmd, umsýslu og uppgjörum verkefna
  • Upplýsingamiðlun til hagsmunaaðila
  • Tryggja að undirbúningur, framkvæmd og skjölun gagna uppfylli kröfur Atlantshafsbandalagsins
  • Ráðgjöf við stjórnendur, sérfræðinga og verktaka
  • Gerð og viðhald leiðbeininga og áætlana ásamt skýrslugerð
  • Upplýsingamiðlun til viðeigandi aðila hverju sinni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun, til dæmis á sviði byggingaverkfræði eða reynsla og þekking á
    verkefnastjórnun og áætlanagerð vegna byggingaframkvæmda
  • Mjög góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta ásamt ökuréttindum
  • Áhugi á varnarmálum
  • Sjálfstæði og frumkvæði ásamt hæfni til að vinna undir álagi
  • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  • Afburðagóðir samstarfs- og samskiptahæfileikar

Starfsstöð er á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Vegna eðli starfsins er búseta á Suðurnesjum æskileg.

Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslunnar um líkamlegt og andlegt atgervi. Einnig skal starfsfólk uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild samanber varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan annast einnig framkvæmd á varnartengdum rekstrarverkefnum í umboði utanríkisráðuneytisins sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og samning við utanríkisráðuneytið, þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa, stjórnstöðvar og ratsjár- og fjarskiptastöðva Atlantshafsbandalagsins.

Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 230 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska.
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.
Stefnt er að ráðningu sem fyrst. Um dagvinnustarf er að ræða.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan Landhelgisgæslunnar og jafnréttisáætlunar stofnunarinnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Auglýsing birt11. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar