Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Skemmtilegt hlutastarf í þjónustukjarna

Erum við að leita að þér?

Við leitum eftir drífandi og líflegum starfskrafti sem hefur mikinn áhuga á samskiptum og að vinna með fólki. Mjög skemmtilegt og gefandi starfsumhverfi.

Þjónustukjarninn Krókur þjónustar einstaklinga sem eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Veitt er fjölbreytt þjónusta bæði innan og utan starfsstöðvar allan sólarhringinn.

Starfsmenn veita íbúum aðstoð við daglegar athafnir, félagslega virkni og hjálp til sjálfshjálpar. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni.

Starfsfólk vinnur eftir hugmyndafræðinni þjónandi leiðsögn. Við störfum samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk nr. 38/2018.

Gengið er út frá því að starfsmenn vinni á fjölbreyttum vöktum (dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum). Um tímabundið hlutastarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi.

Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Reynsla af starfi með geðfötluðu fólki mikill kostur
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Hreint sakarvottorð
  • Aldursskilyrði 20 ár
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
  • Bílpróf er nauðsynlegt
Auglýsing birt7. febrúar 2025
Umsóknarfrestur10. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar