

Sumarstarfsmaður á skammtímadvöl - Hnotuberg
Ertu að leita þér að skemmtilegu og fjölbreyttu starfi í sumar? Þá ættir þú að skoða þessa auglýsingu!
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öfluga og áhugasama starfsmenn til sumarafleysinga á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmenn, staðsett í Setbergshverfi.
Í boði er fjölbreytt og spennandi starf í vaktavinnu. Starfshlutfall er 80%-90%, eða eftir samkomulagi og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur og helgarvaktir. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
- Fylgja eftir áætlunum og verklagsreglum
- Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra
- Almenn heimilisstörf
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
- Þjónustulund og jákvæðni í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og samviskusemi
- Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Líkamleg geta til að sinna verkefnum á vinnustað
Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 565-2545 netfang: [email protected]
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025
Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.






























