Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarfsmaður á skammtímadvöl - Hnotuberg

Ertu að leita þér að skemmtilegu og fjölbreyttu starfi í sumar? Þá ættir þú að skoða þessa auglýsingu!

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öfluga og áhugasama starfsmenn til sumarafleysinga á skammtímadvöl fyrir fötluð ungmenn, staðsett í Setbergshverfi.

Í boði er fjölbreytt og spennandi starf í vaktavinnu. Starfshlutfall er 80%-90%, eða eftir samkomulagi og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, nætur og helgarvaktir. Unnið er eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita þjónustunotendum stuðning við athafnir daglegs lífs
  • Fylgja eftir áætlunum og verklagsreglum
  • Leitast við að auka lífsgæði og sjálfstæði fatlaðs fólks og stuðla að valdeflingu þeirra
  • Almenn heimilisstörf
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og samviskusemi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki í starfi
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Líkamleg geta til að sinna verkefnum á vinnustað

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Hrönn Harðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 565-2545 netfang: [email protected]

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur5. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hnotuberg 19, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar