

Blönduós - Forstöðumaður á heimili fyrir fatlað fólk
Skagafjörður leitar eftir öflugum og framsæknum forstöðumanni til að stýra þjónustu á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi. Forstöðumaður starfar að verkefnum er krefjast sérþekkingar samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 38/2018.
Heimilið veitir íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggur áherslu á að auka félagslega virkni þeirra. Starfsfólk heimilisins vinnur eftir hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum.
Forstöðumaður leggur sig fram við að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipuleggja faglegt starf.
- Stýra innra starfi og ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem íbúar fá.
- Ábyrgð á starfsmannamálum heimilisins, vaktaskýrslugerð og launavinnslu.
- Ábyrgð á utanumhaldi með fjármálum íbúa og íbúasjóði.
- Rekstraráætlunargerð og utanumhald um rekstur heimilisins.
- Ber ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði Skagafjarðar í málaflokki fatlaðs fólks, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við þau lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfsemina gilda og kröfulýsing heimilisins segir til um.
Menntunarkröfur:
- Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og leyfisbréf þroskaþjálfa.
Hæfniskröfur:
- Farsæl reynsla á sviði reksturs, stjórnunar og mannaforráða.
- Farsæl reynsla og metnaður fyrir starfi með fötluðu fólki er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
- Þekking á hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar er kostur.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni, nákvæmni og geta til að miðla upplýsingum.
- Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera umburðalyndur.
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
- Hreint sakavottorð er skilyrði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Bandalag háskólamanna.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks, [email protected], s. 455 6000.
Einungis er tekið við rafrænum umsóknum á heimasíðu sveitarfélagsins (laus störf). Með umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem í stuttu og kjarnyrtu máli er gert grein fyrir kostum umsækjanda sem nýtast í starfi, ferilskrá og afrit af prófskírteini/prófskírteinum.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Í upphafi árs 2016 var samþykktur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á þjónustusvæðinu er Skagafjörður leiðandi sveitarfélag og veitir fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu. Þjónusta innan svæðisins er veitt á jafnræðisgrundvelli og byggja ákvarðanir um veitingu hennar á mati á þjónustuþörf. Sömu viðmið gilda um þjónustustig á svæðinu öllu. Aðildarsveitarfélögin eru Húnabyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.












