![Samtök sunnlenskra sveitarfélaga](https://alfredprod.imgix.net/logo/bda02674-8a30-4c95-ba7c-9e1253e4f32b.png?w=256&q=75&auto=format)
Framkvæmdastjóri
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða drífandi leiðtoga í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða spennandi stjórnunarstarf þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og forystuhæfileika. Um er að ræða fjölbreytt starf sem getur tekið breytingum í takt við verkefni og áherslur hverju sinni. Viðkomandi fær tækifæri til að vera leiðandi í uppbyggingu og þróun á svæðinu og mun eiga í miklum samskiptum við stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki í nærumhverfi, hagsmunasamtök o.fl. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun samtakanna
- Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana stjórnar
- Stefnumótunarvinna og áætlunargerð s.s. fjárhagsáætlanir, starfsáætlanir og stefnumörkun
- Hagsmunagæsla fyrir landshlutann
- Samskipti og samstarf við hagaðila s.s. sveitarfélög, opinberar stofnanir, atvinnulíf og aðra hagaðila
- Ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna sem SASS er aðili að
- Undirbúningur stjórnarfunda og úrvinnsla eftir þá
- Önnur verkefni í samráði við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Mjög góð þekking á Suðurlandi, samfélagi og atvinnulífi
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum
- Þekking og reynsla af atvinnu-, menningar- og/eða byggðamálum er æskileg
- Góð þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Mjög góð samskipta- og leiðtogahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs
- Frumkvæði, jákvæðni, drifkraftur og metnaður
- Heiðarleiki og gott orðspor
- Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku
Um SASS:
SASS eru landshlutasamtök 15 sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemi SASS felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög í landshlutanum. Önnur hlutverk tengjast m.a. samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. SASS vinnur einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðaþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinna sérverkefna.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og nöfn umsækjenda verða ekki birt.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]).
![Íslenska](https://alfredflags.imgix.net/is.png?w=60&h=60)
![Enska](https://alfredflags.imgix.net/en.png?w=60&h=60)
![UMF Stjarnan](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-3ae92fd6-0432-413b-99f3-5f8f4c9a5823.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Hagstofa Íslands](https://alfredprod.imgix.net/logo/a8b16a17-cb98-4aa9-8998-90d9b9b4879c.png?w=256&q=75&auto=format)
![Hafnarfjarðarbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/34ef851d-fa7f-4314-8e05-f849b23f1e64.png?w=256&q=75&auto=format)
![Reykjanesbær](https://alfredprod.imgix.net/logo/8cc6b0fc-48cf-4761-9361-c29dbed93e6b.png?w=256&q=75&auto=format)
![Rio Tinto á Íslandi](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-ea52eecf-4d90-4dbe-9115-d2eeed2ce8b9.jpeg?w=256&q=75&auto=format)
![Lögfræðistofa Selfoss](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-eae02b42-146b-4540-8980-17efb9414df1.png?w=256&q=75&auto=format)
![Skagafjörður](https://alfredprod.imgix.net/logo/is-17a01a92-8885-4438-9290-1229b9bbe760.jpeg?w=256&q=75&auto=format)