Skagafjörður
Skagafjörður er sveitarfélag á Norðurlandi vestra með ríflega 4.400 íbúa. Skagafjörður er öflugt framleiðsluhérað og eru matvælaframleiðsla, landbúnaður og sjávarútvegur grunnstoðir atvinnulífsins. Hér er öflugt og framsækið skólasamfélag sem býður upp á nám á öllum skólastigum, frá leikskóla til háskóla. Fjölbreytileiki náttúru Skagafjarðar gerir staðinn að ákjósanlegum stað til að stunda útivist og njóta náttúrurunnar. Mikið og öflugt íþróttalíf er í Skagafirði og er öll íþróttaaðstaða til fyrirmyndar. Lagt er upp með að börn geti stundað sínar íþróttir í beinu framhaldi af skólanum og eru íþróttamannvirki í stuttu göngufæri. Þéttbýliskjarnar eru Sauðárkrókur, Hofsós, Hólar í Hjaltadal og Varmahlíð. Vísir er að þéttbýliskjarna á Steinsstöðum.
FORSTÖÐUMAÐUR FRAMKVÆMDA
Veitu- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf forstöðumanns framkvæmda.
Um nýtt starf er að ræða sem heyrir beint undir sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Forstöðumaður mun hafa umsjón með nýframkvæmdum, gatnagerð og stærri viðhaldsframkvæmdum ásamt því að hafa yfirumsjón með fráveitum í sveitarfélaginu.
Forstöðumaður er millistjórnandi og mun garðyrkjudeild, þjónustumiðstöð, eignasjóður og
umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi heyra undir hann.
Um 100% starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með framkvæmdum og viðhaldi á eignum sveitarfélagsins, m.a. fasteignum, fráveitu og gatnakerfi í samráði við sviðsstjóra.
- Upplýsingaöflun og miðlun, ráðgjöf, skýrslugerð og úttektir.
- Uppbygging á upplýsingakerfum og gagnagrunnum sveitarfélagsins.
- Eftirfylgni fjárhagsáætlana.
- Uppgjör verka og samþykkt reikninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í verk-, bygginga- eða tæknifræði.
- Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi eða víðtæk stjórnunar- og/eða rekstrar reynsla.
- Þekking á opinberri stjórnsýslu.
- Reynsla af fráveitu og verklegum framkvæmdum.
- Reynsla á sviði reksturs og mannaforráða.
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
- Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni.
- Góð almenn tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér tækninýjungar.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Almenn ökuréttindi.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt27. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkrókur
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaByggingafræðingurFrumkvæðiHreint sakavottorðLeiðtogahæfniMannleg samskiptiNýjungagirniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSkýrslurTeymisvinnaTæknifræðingurVandvirkniVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)
Framkvæmdastjóri Ísorku
Ísorka
Sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs
dk hugbúnaður
Framkvæmdastjóri umhverfis, gæða- og fjárfestingaverkefna
Rio Tinto á Íslandi
Sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Hafnarfjarðarbær
Forstöðumaður Menntavísindastofnunar
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Forstöðumaður stuðningsþjónustu barna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær
Við óskum eftir veitustjóra
Selfossveitur
Forstöðumaður Veitna
Fjarðabyggð
Ert þú framtíðar forstöðumaður?
Garðabær
Leiðtogi í líflegri íþróttamiðstöð
Garðabær
Markaðsstjóri
Bónus