Skurðhjúkrunarfræðingur - Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Skurð og svæfingadeild HVE á Akranesi óskar eftir að ráða inn hjúkrunarfræðing með sérhæfingu í skurðhjúkrun. Í boði er starf á frábærum vinnustað þar sem samvinna, faglegt starf og öryggi sjúklinga er haft að leiðarljósi.
Staðan er laus og unnið er í dagvinnu og bakvöktum.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem fylgja starfi á skurð- og svæfingadeild.
Á deildinni er þrjár skurðstofur og þar starfa skurðhjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum.
Á skurð- og svæfingadeild eru gerðar rúmlega 2000 skurð- og dagdeildaraðgerðir á ári. Við deildina starfa sérfræðingar í almennum skurðlækningum, bæklunarskurðlækningum og kvensjúkdómum svo eitthvað sé nefnt. Sólarhringsvaktþjónusta svæfingalækna, kvensjúkdóma- og almennrar skurðlækna sem og lyflækna er á HVE Akranesi.
Unnið er eftir gildandi lögum og reglugerðum og starfsreglum stofnunarinnar.
Umsækjandi skal hafa íslenskt hjúkrunarleyfi auk sérnáms í skurðhjúkrun.
Lögð er áhersla á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfileika í samskiptum og samvinnu.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.