Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Ljósmóðir - Kvennadeild HVE á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða í stöðu ljósmóður á Kvennadeild HVE á Akranesi. Um er að ræða 60 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu, unnið er á öllum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umönnun kvenna í fæðingu og í sængurlegu ásamt því að sinna konum á dagdeild á meðgöngu og eftir fæðingu. Á deildinni er konum einnig sinnt eftir kvensjúkdómaaðgerðir. Bakvaktir eru á skurðstofu allann sólarhringinn, svæfingalæknir og sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum er á vakt allan sólarhringinn. Deildin er heimilisleg og eru fæðingar um 250-300 á ári. Spennandi starf og miklir möguleikar á að vinna sjálfstætt við að sinna konum í öllu barneignarferlinu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt ljósmæðra og hjúkrunarleyfi.
  • Góð samskipta- og samvinnuhæfni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt. 
  • Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur13. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Merkigerði 9, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar