Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Ljósmóðir - Kvennadeild HVE á Akranesi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) óskar eftir að ráða í stöðu ljósmóður á Kvennadeild HVE á Akranesi. Um er að ræða 60 - 100% starfshlutfall í vaktavinnu, unnið er á öllum vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Umönnun kvenna í fæðingu og í sængurlegu ásamt því að sinna konum á dagdeild á meðgöngu og eftir fæðingu. Á deildinni er konum einnig sinnt eftir kvensjúkdómaaðgerðir. Bakvaktir eru á skurðstofu allann sólarhringinn, svæfingalæknir og sérfræðingur í fæðingar- og kvensjúkdómum er á vakt allan sólarhringinn. Deildin er heimilisleg og eru fæðingar um 250-300 á ári. Spennandi starf og miklir möguleikar á að vinna sjálfstætt við að sinna konum í öllu barneignarferlinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt ljósmæðra og hjúkrunarleyfi.
- Góð samskipta- og samvinnuhæfni.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Góð íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur13. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Merkigerði 9, 300 Akranes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)
Skurðhjúkrunarfræðingur - Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á hjúkrunarheimilið Silfurtún HVE Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingar á HVE Silfurtún Búðardal
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Svæfingahjúkrunarfræðingur - Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar-og legudeild HVE Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraliði á heilsugæslustöð HVE Ólafsvík og Grundafirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Almennur starfsmaður í ræstingu-HVE Grundarfirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sjúkraflutningamaður og alm. starfsmaður HVE og Dalabyggðar
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Sambærileg störf (1)