Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Sjúkraflutningamaður og alm. starfsmaður HVE og Dalabyggðar

Heilbrigðisstofnun Vesturlands og sveitarfélagið Dalabyggð auglýsa nýtt sameiginlegt starf í Búðardal frá 1. janúar 2025.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% starf hjá HVE og 50% starf hjá Dalabyggð.

Aðsetur starfsmanns verður á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Útköll í sjúkraflutningum á dagvinnu og þátttaka í bakvöktum utan dagvinnu.

· Umhirðu og viðhald húsnæðis sjúkraflutninga og tækja auk annarra tilfallandi verkefna

· Umhirða og viðhald húsnæðis og tækja í Silfurtúni og á heilsugæslustöð HVE í Búðardal.

· Umhirða og viðhald húsnæðis, lóða og búnaðar í stofnunum Dalabyggðar í Búðardal.

· Ýmis tilfallandi verkefni á Silfurtúni og í Auðarskóla sem viðkomandi sinnir að beiðni yfirmanns.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Viðurkennt nám í sjúkraflutningum og starfsleyfi landlæknis er skilyrði.

· Viðbótarnám í sjúkraflutningum og reynsla af sjúkraflutningum er kostur.

· Gilt ökuskírteini og gild ökuréttindi til að stjórna vörubifreið (C eða C1-réttindi) er skilyrði.

· Krafa er gerð um hreint sakavottorð.

· Reynsla og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum s.s. viðhaldi húsnæðis, iðnmenntun er kostur.

· Frumkvæði, sveigjanleiki og metnaður.

· Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar skilyrði.

· Jákvætt viðmót og þjónustulund skilyrði.

· Góð íslensku- og ensku kunnátta er skilyrði.

Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Gunnarsbraut 8, 370 Búðardalur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar