Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) veitir íbúum umdæmisins og öðrum, almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma.
Lögð er áhersla á virðingu, traust og fagmennsku. Velferð skjólstæðinga skal höfð að leiðarljósi. Stuðlað er að virkri sí- og endurmenntun starfsfólks.
HVE tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og aðrar menntastofnanir.
Kjarnastarfsemin skiptist á þrjú málefnasvið eftir meginviðfangsefnum.
Heilsugæslusvið
Læknisþjónusta, hjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, heilsuvernd, forvarnir, slysa- og bráðaþjónusta og annast sjúkraflutninga.
Hjúkrunarsvið
starfrækir hjúkrunarrými á starfsvæðinu þar sem slík þjónusta er ekki rekin af öðrum.
Sjúkrasvið
starfrækir umdæmissjúkrahús, almenn sjúkrarými og endurhæfingu.
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands nær yfir
Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshrepp, Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ, Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, Árneshrepp og Húnaþing vestra.
Almennur starfsmaður í ræstingu-HVE Grundarfirði
Heilbrigðisstofnun Vesturlands óskar eftir að ráða starfskraft í ræstingu á heilsguæslu HVE Grundarfirði. Um er að ræða 20% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn ræsting á heilsugæslu ásamt tilfallandi verkefnum á heilsugæslunni.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
-
Samviskusemi og góðir samstarfshæfileikar.
- Íslenskukunnátta og/eða enskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur12. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Hrannarstígur 7, 350 Grundarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (8)
Skólaliði
Austurbæjarskóli
Ræstingar / Cleaning Service
iClean ehf.
Starfsmaður og klefagæsla í kvennaklefa íþróttamiðstöðvar
Sveitarfélagið Vogar
Öflugt framtíðarstarfsfólk í íþróttamiðstöðvar
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Íbúð - Húsvarsla
Tónmenntaskóli Reykjavíkur
Akranes - Ræstingar / Cleaning
Nýþrif ehf
Join Our Housekeeping Team at Bus Hostel Reykjavik!
Bus Hostel Reykjavik
Specialized cleaning
Sólar ehf