Skólaliði
Auglýst er eftir skólaliða í 100% starf. Starfið felur einkum í sér daglegar ræstingar, að sinna nemendum í leik og starfi og að sinna tilfallandi verkefni. Starfið er laust nú þegar.
Austurbæjarskóli er rótgróinn grunnskóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn.
Framtíðarsýn Austurbæjarskóla er: Framsækinn skóli fyrir alla og einkunnarorð skólans vöxtur, víðsýni, vellíðan og vilji til að gera betur.
Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Að sjá um daglegar ræstingar.
Að sinna nemendum í leik og starfi
Að sinna tilfallandi verkefnum
Hæfni í samskiptum
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
Nákvæmni í vinnubrögðum
Íslenskukunnátta skilyrði