Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Starfsmaður og klefagæsla í kvennaklefa íþróttamiðstöðvar

Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar í Vogum sinna laugavörslu og klefagæslu ásamt öðrum verkefnum í íþróttamiðstöðinni samkvæmt starfslýsingu. Óskað er eftir kvenkyns starfsmanni sem getur sinnt gæslu í kvennaklefa. Í starfinu felst að vera ávallt viðbúinn hverju sem getur komið upp á, sýna góða samskiptahæfni, virðingu og þjónustulund ásamt því að halda mannvirkinu hreinu og snyrtilegu. Um er að ræða 76% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Dagleg verkefni:

 

a)      Sundlaugargæsla / öryggisgæsla

b)      Afgreiðsla, þjónusta og samskipti við gesti / starfsmenn / aðra

c)      Upplýsingamiðlun / þjónusta

d)      Þrif og klórmælingar

e)      Klefavarsla  í kvennaklefa /baðvarsla / gangavarsla / rýmisvarsla

f)       Uppgjör

 

Önnur verkefni:

a)      Gæsla á menningarviðburðum og mótum utan venjulegs opnunartíma

b)      Þrif og snyrtimennska á innra sem ytra umhverfi íþróttamiðstöðvar / vallasvæða og sundstaða 

c)      Þátttaka á starfsmannafundum og samstarfsfundir með ýmsum aðilum sem fá þjónustu í íþróttamiðstöð

d)      Fylgjast vel með öryggisbúnaði og koma með ábendingar ef hann er ekki í lagi

e)      Leiðbeina nýjum starfsmönnum og sumarstarfsfólki

f)       Aðstoða vegna sumarnámskeiða og sundnámskeiða, skráningar og fleira

g)      Taka þátt í stefnumótandi verkefnum um framtíðarsýn íþróttamiðstöðvanna

h)      Önnur tilfallandi verkefni í samvinnu og samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hafa eða geta staðist hæfnispróf sundstaða, samkvæmt samþykktri reglugerð hverju sinni
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.
  • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
  • Nákvæmni, vandvirkni og samviskusemi
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði í starfi
  • Góð tölvukunnátta.
  • Meðal færni á íslensku og ensku
  • Þekking  á áhöldum og og tækjabúnaði sundstaða
  • Skyndihjálp
Auglýsing birt2. desember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnargata 17, 190 Vogar
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar