Íbúð - Húsvarsla
Tónmenntaskóli Reykjavíkur óskar eftir að ráða húsverði. Í starfinu felst að sinna minni háttar lagfæringum og viðhaldi á húsnæðinu, ræstingar og annað tilfallandi. Leitað er að laghentum aðilum sem eru reglusamir og áreiðanlegir, liprir í samskiptum og reyklausir.
Starfinu fylgir lítil íbúð í skólanum, hiti, rafmagn og nettenging. Greitt er fyrir þrif kr.120.000,- á mánuði, ekki er um önnur laun að ræða. Starfið er mjög hentugt fyrir barnlaust par eða laghent námsfólk. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf í byrjun janúar. Íslenskukunnátta skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 10. desember. Vinsamlega látið ferilskrá fylgja umsókn. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa hreinu sakavottorði og lista yfir meðmælendur.
Í starfinu felst að sinna minni háttar lagfæringum og viðhaldi á húsnæðinu, ræstingar og annað tilfallandi.