Tímabundið starf í desember
Við leitum að jákvæðum og duglegum liðsfélaga í mötuneyti Össurar þar sem framreiddur er fjölbreyttur og hollur matur fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Starfið felur í sér framreiðslu á mat, uppvask, almenn þrif og aðstoð við önnur tilfallandi verkefni.
Nýlega opnaði nýtt og fallegt rými veitingasviðs fyrir starfsfólk Össurar sem býður upp á spennandi tækifæri í lifandi og skapandi umhverfi.
Starfið er tímabundið yfir jól og áramót frá 11.desember - 6.janúar og er því tilvalið fyrir skólafólk.
Vinnutíminn er frá kl. 7-15 alla virka daga.
Við hvetjum fólk til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna.
- Framreiðsla á mat og undirbúningur
- Uppvask og frágangur
- Almenn þrif á svæði mötuneytis
- Önnur tilfallandi verkefni og aðstoð sem snýr að verkefnum mötuneytis
-
Reynsla úr sambærilegu starfi er kostur
-
Jákvæðni og þjónustulund
-
Góð samskiptahæfni
-
Drifkraftur og frumkvæði
-
Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði
-
Snyrtimennska og fagleg framkoma
-
Líkamsræktarstyrkur
-
Samgöngustyrkur
-
Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir
- Heilsufarsmælingar og ráðgjöf
-
Mötuneyti
-
Árlegur sjálfboðaliðadagur
-
Öflugt félagslíf