Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili

Hjúkrunarfræðingur og vaktstjóri

Hjúkrunarheimilið Eir óskar eftir metnaðarfullum og jákvæðum hjúkrunarfræðingi til starfa. Um er að ræða 100% stöðugildi hjúkrunarfræðings í vaktavinnu. Áhersla er lögð á góða aðlögun í starfi. Heimilið er staðsett í Grafarvogi og tilvalið fyrir þá sem eru búsettir í Grafarvogi og vilja sleppa við umferðina.

Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru leiðarljós í leik og starfi. Á deildinni búa 44 íbúar, þar er góð aðstaða og starfar þar samheldinn hópur í þverfaglegu teymi.

Starfs- og ábyrgðarsvið

  • Almenn hjúkrun íbúa og vaktstjórn.
  • Skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferðir.
  • Samskipti við íbúa og aðstandendur.
  • Hefur eftirlit með gæðum hjúkrunarþjónustunnar.
  • Tekur virkan þátt í starfsþróun og gæðastarfi.
  • Vinnur við RAI mat, Sögukerfi, Timian, MainManager og eMed.
  • Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi.
  • Jákvætt viðmót.
Starfsgreinar

Heilbrigðisþjónusta

Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur19. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar