Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Hjúkrunarfræðingur og vaktstjóri
Hjúkrunarheimilið Eir óskar eftir metnaðarfullum og jákvæðum hjúkrunarfræðingi til starfa. Um er að ræða 100% stöðugildi hjúkrunarfræðings í vaktavinnu. Áhersla er lögð á góða aðlögun í starfi. Heimilið er staðsett í Grafarvogi og tilvalið fyrir þá sem eru búsettir í Grafarvogi og vilja sleppa við umferðina.
Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem umhyggja, virðing, gleði, öryggi og vellíðan eru leiðarljós í leik og starfi. Á deildinni búa 44 íbúar, þar er góð aðstaða og starfar þar samheldinn hópur í þverfaglegu teymi.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Almenn hjúkrun íbúa og vaktstjórn.
- Skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferðir.
- Samskipti við íbúa og aðstandendur.
- Hefur eftirlit með gæðum hjúkrunarþjónustunnar.
- Tekur virkan þátt í starfsþróun og gæðastarfi.
- Vinnur við RAI mat, Sögukerfi, Timian, MainManager og eMed.
- Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og góða samskiptafærni.
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi.
- Jákvætt viðmót.
Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta
Auglýsing birt6. desember 2024
Umsóknarfrestur19. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hjúkrunarfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sjúkraliði á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma / Afleysing
Landspítali
Viltu vinna hjá SÁÁ?
SÁÁ
Hjúkrunarfræðingur á göngudeild taugasjúkdóma
Landspítali
Vaktstjóri í eldhúsi / Sous Chef
Center Hotels
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Svæfingahjúkrunarfræðingur - Svæfingadeild Fossvogi
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Landspítali
Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong
Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild
Stoð
Lyfja Lágmúla - Hjúkrunarfræðingur í hjúkrunarþjónustu
Lyfja
Hjúkrunarfræðingur óskast á heilsugæsluna á Selfossi
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Hjúkrunarfræðingur á Dvalar- og Hjúkrunarheimilið Sólvelli
Dvalar- og Hjúkrunarheilmilið Sólvellir