Stoð
Stoð

Stoð leitar að Viðskiptastjóra í Hjálpartækjadeild

Vegna aukinna umsvifa í hjálpartækjadeild Stoðar leitum við að liðsauka. Um er að ræða gefandi og spennandi starf í samhentu teymi fagfólks sem sér um sölu, ráðgjöf, þjónustu og afgreiðslu á hjálpartækjum til einstaklinga og stofnana.

Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og faglega kunnáttu til að taka á móti skjólstæðingum og finna réttu lausnina hverju sinni. Viðkomandi þarf einnig að búa yfir frumkvæði og getu til að hrinda verkefnum í framkvæmd, vera árangursdrifinn og hafa gott auga fyrir nýjum tækifærum og umbótum.

Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér allt frá ráðgjöf við skjólstæðinga, pantanir og birgðahald, samskipti við erlenda birgja allt til samsetninga og afhendinga á hjálpartækjum. Vöruflokkar sem viðkomandi mun bera ábyrgð á eru hjálpartæki innan heimilisins; baðherbergis- og salernisvörur, sjúkrarúm, dýnur og fylgihlutir, flutningstæki, smáhjálpartæki ásamt öðrum hjálpartækjum.

Jákvætt lífsviðhorf og áhugi fyrir teymisvinnu er krafa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjálpartækjum og heilbrigðisvörum til heilbrigðisstofnana, hjúkrunarheimila og einstaklinga.
  • Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk sem snýr að meðferð og þjónustu fyrir skjólstæðinga.
  • Kynningar, fræðsla og eftirfylgni fyrir notendur og heilbrigðisstarfsfólk.
  • Vinna við útboð og tilboðsgerð.
  • Vinna markvisst að settum sölumarkmiðum.
  • Samstarf við erlenda birgja, Sjúkratryggingar Íslands og aðra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun af heilbrigðissviði t.d. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun eða hjúkrunarfræði er æskileg.
  • Þekking og áhugi á hjálpartækjum og heilbrigðsvörum.
  • Reynsla og/eða áhugi af sölu og markaðsmálum.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt lífsviðhorf.
  • Greininga- og skipulagshæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt3. desember 2024
Umsóknarfrestur12. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dragháls 14-16 14R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar