

Skrifstofustjóri - Víðistaðaskóli
Við í Víðistaðaskóla leitum að skrifstofustjóra í fullt starf til að slást í hópinn okkar. Skrifstofustjóri vinnur náið með skólastjóra og öðrum stjórnendum að fjölbreyttum verkefnum í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi.
Við leitum að manneskju sem hefur reynslu af sambærilegu starfi, er lipur í mannlegum samskiptum, getur unnið undir álagi, er úrræðagóð og skipulögð.
Í Víðistaðaskóla eru um 520 nemendur í 1. – 10. bekk. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð, virðing, vinátta og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Hjá okkur er góður starfsandi og samheldni. Við leggjum ríka áherslu á að styðja við starfsfólk okkar og hugsa vel um hópinn.
Helstu verkefni skrifstofustjóra:
- Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og ber ábyrgð á samskiptum skóla við þá sem eiga erindi við hana
- miðlun almennra upplýsinga til starfsmanna, nemenda og forráðamanna
- Umsýsla ráðningasamninga og samskipti við launadeild
- Umsjón með Vinnustund og starfsmannahaldi
- Móttaka nýrra nemenda og skráning
- Heldur utan um skráningar í Mentor og One system
- Umsjón með skráningu nemenda, forfallaskráningu og skipulagi forfalla
- Sér um skipulag og stjórnun skjalavörslu
- Sér um pantanir á ýmsum gögnum sem nauðsynleg eru rekstri skólans
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar – og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (B.A./B.S./B.Ed gráða)
- Lipurð í samskiptum og samstarfshæfni
- Stundvísi og samviskusemi
- Jákvæðni, sveigjanleiki og vilji til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
- Hæfni til að vinna undir álagi
- Áhugi á mannauðstengdum verkefnum
- Mjög góð þekking og reynsla af skrifstofustörfum
- Mjög góð tölvukunnátta
- Þekking á Kjarna og Vinnustund kostur
- Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2025
Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir skólastjóri, [email protected] í síma 664-5890
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Ráðið er í stöðuna eftir samkomulagi..
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.












































