

Starfsmann á skrifstofu félagsins
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir starfsmanni á skrifstofu
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir ábyrgum og drífandi einstaklingi til starfa á skrifstofu félagsins að Hátúni 12. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér daglegan rekstur skrifstofu og utanumhald á rekstri félagsins.
Helstu verkefni:
-
Dagleg umsjón með skrifstofu og rekstri félagsins
-
Halda utan um fjármál félagsins og sinna fjáraflunum
-
Umsóknir um styrki og fjárhagslegt utanumhald þeirra
-
Launavinnsla: útreikningur og greiðsla launa, skil á launatengdum gjöldum
-
Samskipti við launþega, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
-
Ýmis verkefni sem tengjast launavinnslu og fjármálum
-
Skipulag og umsjón með félagastarfi
-
Dagleg umsjón með starfsfólki félagsins
-
Rekstur og umsjón með Krika (félags- og þjónustuhúsnæði)
-
Taka við og vinna úr daglegum uppgjörum
-
Kalla til iðnaðarmenn vegna viðhalds í félagsheimili og Krika
Hæfniskröfur:
-
Reynsla af skrifstofustörfum, bókhaldi og launavinnslu
-
Þekking á helstu bókhalds- og launakerfum
-
Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskiptahæfni og þjónustulund
-
Hæfni til að vinna undir álagi og forgangsraða verkefnum
-
Reynsla af félagsstarfi og/eða rekstri er kostur
Um er að ræða 50% starf.
Við leitum að einstaklingi sem vill taka þátt í mikilvægu starfi fyrir fólk með hreyfihömlun og styrkja samfélagið með virkri þátttöku og góðum starfsanda.
- Færsla bókhalds
- Almenn skrifstofustörf og skjalaumsýsla
- Önnur verkefni sem tengjast daglegum rekstri
- Halda utanum um félagstarf í féaglheimi Hátúni 12 og Krika við Elliðavatn
- Þekking á bókhaldi er æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Frumkvæði, skipulagshæfni og nákvæmni
- Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum













