
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.
Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Þjónustufulltrúi í þjónustu- og þróun
Þjónustufulltrúi í þjónustu- og þróun á skrifstofu sýslumanns sinnir fjölbreyttum verkefnum á öllum málaflokkum deildarinnar. Verkefni varða lög sem gilda um málaflokkana, s.s. vegabréf, ökuskírteini og fleira. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að þjónusta viðskiptavini, taka á móti, afgreiða og skrá beiðnir og gögn og leysa farsællega úr verkefnum. Þjónustufulltrúi skal vinna að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt lögum og verkferlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini
- Móttaka viðskiptavina og bein þjónustuviðskipti
- Afgreiðsla og afhending tilbúinna gagna (s.s. þinglýst skjöl, vegabréf, nafnskírteini, ökuskírteini, stæðiskort, vottorð og leyfi)
- Flokkun og dreifing gagna sem berast embættinu
- Móttaka og frágangur á umsóknum um ökuskírteini, vegabréf og nafnskírteini
- Skjalafrágangur, skönnun og skjalavarsla
- Sinnir öðrum verkefnum, þvert á embættið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf skilyrði. Grunnháskólapróf er kostur.
- Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á góðri þjónustuupplifun viðskiptavina
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að leiðbeina og miðla upplýsingum
- Sveigjanleiki, álagsþol og aðlögunarhæfni
- Hæfni til að vinna í teymi
- Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu viðhorfi
- Vilji til að þróa eigin færni í takt við þróun starfsins
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
- Nákvæmni og traust vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta
- Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðs- og kynningarstjóri (50-100%)
Kraftur

Fjáröflunarstjóri
Kraftur

Fulltrúi á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands, 50-100% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Móttökuritari - sumarstarf í Heimahjúkrun
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Bókhaldsstarf á skrifstofu
Loðnuvinnslan hf

Verkefnastjóri í þjónustuteymi
Orkan

Þjónustufulltrúi í hlutastarfi hjá Aha.is – kvöld og helgar
aha.is

Skrifstofustjóri í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Brimborg

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Bókari / Innheimta
Frakt