
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina.
Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði
Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði sinnir fjölbreyttum verkefnum á málaflokkum sviðsins. Verkefni varða lög sem gilda um málaflokkana, s.s. fjárnám, nauðungarsölur, útburðar- og innsetningargerðir, kyrrsetningar, lögbönn, löggeymslur og skipti á dánarbúum. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að þjónusta viðskiptavini, taka á móti, afgreiða og skrá beiðnir og gögn og leysa farsællega úr verkefnum. Þjónustufulltrúi skal vinna að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt lögbundnum verkferlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meginverkefni er á sviði fullnustugerða en sinnir verkefnum annarra faghópa eftir þörfum
- Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini.
- Skráning mála, umsýsla, bakvinnsla og eftirfylgni.
- Undirbúningur fyrir fyrirtökur, móttaka og skráning afturkallana og frestana.
- Úrlausn og eftirfylgni mála í samráði við fulltrúa.
- Fylgd með fulltrúa í fullnustugerðum.
- Frágangur gagna, skönnun og skjalavarsla.
- Sinnir öðrum verkefnum, þvert á embættið, að beiðni yfirmanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf skilyrði, háskólapróf kostur
- Góð samskiptafærni og þjónustulund
- Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu viðhorfi
- Vilji til að þróa eigin færni í takt við þróun starfsins
- Hæfni til að miðla upplýsingum
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
- Nákvæmni og traust vinnubrögð
- Álagsþol og þrautseigja
- Góð tölvukunnátta
- Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Markaðs- og kynningarstjóri (50-100%)
Kraftur

Fjáröflunarstjóri
Kraftur

Fulltrúi á skrifstofu Sláturfélags Suðurlands, 50-100% starf
SS - Sláturfélag Suðurlands

Þjónustufulltrúi í þjónustu- og þróun
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Móttökuritari - sumarstarf í Heimahjúkrun
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Bókhaldsstarf á skrifstofu
Loðnuvinnslan hf

Verkefnastjóri í þjónustuteymi
Orkan

Þjónustufulltrúi í hlutastarfi hjá Aha.is – kvöld og helgar
aha.is

Skrifstofustjóri í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Brimborg

Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi

Bókari / Innheimta
Frakt