aha.is
aha.is

Þjónustufulltrúi í hlutastarfi hjá Aha.is – kvöld og helgar

Ert þú jákvæð/ur, úrræðagóð/ur og með ríka þjónustulund? Langar þig í fjölbreytt starf þar sem tækni, tæki og þjónusta eru í fyrirrúmi og þú færð að gera bæði skrifstofustörf og taka þátt í heimsendingum?
Við hjá Aha.is leitum að öflugum einstakling til liðs við teymið okkar! Þetta er hlutastarf sem hentar vel með námi eða öðrum dagvinnuverkefnum með kvöld og helgarvöktum sem skipta máli fyrir þjónustu okkar.

Hvað býður starfið upp á?

  • Fjölbreytt kvöld- og helgarvinna á 2-2-3 vöktum
  • Skrifstofustörf og akstur með tilheyrandi spennu og ábyrgð
  • Tækifæri til að læra á dróna (þjálfun í boði ef vottorð vantar)
  • Bein áhrif á þjónustugæði og upplifun viðskiptavina
  • Vinna með og þróa gervigreind til að hámarka afköst og gæði þjónustu
Helstu verkefni og ábyrgð

 Verkefni dagsins geta falið í sér:

  • Þjónustusvörun – sími, netspjall og tölvupóstur
  • Samskipti við sendla, verslanir og samstarfsaðila
  • Fylgst með pöntunarkerfum og aðstoð við útsendingar
  • Akstur með mat og vörur
  • Drónaflug og tilfallandi verkefni sem halda þér á tánum

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstaklingi sem er:

  • 20 ára eða eldri
  • Talar framúrskarandi íslensku
  • Með gilt ökuskírteini og hreint sakavottorð
  • Stundvís, ábyrg/ur og með jákvætt hugarfar
  • Úrræðagóð/ur og með sterka þjónustulund
  • Lip/ur í samskiptum og með góða tölvu- og tungumálakunnáttu
  • Reynsla af sambærilegum störfum er nauðsynleg
  • Áhugi á tækni (eins og drónum) er vel metinn
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skeifan 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar