
Ritari/gjaldkeri óskast í 80-100% starf
Waldorfskólinn í Lækjarbotnum óskar eftir að ráða skrifstofustarfsmanneskju sem getur sinnt ritara og gjaldkera starfi í 80-100% stöðu frá 5. ágúst 2025.
Starfið er fjölbreytt, í því felst m.a. samskipti við foreldri, utanumhald um ýmis verkefni, innkaup, símsvörun og gjaldkerastörf.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, haft góða skipulagshæfileika og góða þjónustulund.
Í Lækjarbotnum er boðið upp á samfellt skólastig 3-16 ára barna og byggir starfið á uppeldisfræði Rudolfs Steiner. Unnið er samkvæmt flatri stjórnun þar sem starfsmannaráð ber ábyrgð á rekstri og innra starfi skólanna.
Í skólanum og leikskólanum eru um 100 börn við leik og störf.
Skólarnir eru staðsettir 10 km austur af Árbæ í fallegum dal með ævintýralegu umhverfi.
Ritarstörf og gjaldkerastörf
Góð almenn tölvukunnátta








