Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Kennari - Leikskólinn Hlíðarberg

Leikskólinn Hlíðarberg óskar eftir að ráða kennara í fullt starf.

Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Þar dvelja að jafnaði 94 börn og starfa 32 starfsmenn. Einkunnarorð leikskólans er hreyfing, sköpun, vellíðan og tekur starfið mið af þeim. Unnið er eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Leikrými barnanna er gott og listasmiðja á hverri deild. Sameiginlegur salur er fyrir allar deildir. Góð vinnuaðstaða er fyrir starfsfólk.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk. Starfsfólk í Félagi leikskólakennara og Þroskaþjálfafélaginu hefur kosið fyrirkomulag sem felur í sér að starfsár þeirra er sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þessir starfsmenn taka því út vinnutímastyttingu í kringum jól og áramót, þegar vetrarfrí er í grunnskólum, í dymbilviku og með lengri fjarveru á sumrin.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna
  • Að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs
  • Að taka þátt í foreldrasamstarfi í samráði við deildarstjóra
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af uppeldis og kennslustörfum æskileg
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling eða einstakling með reynslu af starfi með börnum, sbr. lög nr. 95/2019. Við hvetjum áhugasama til að sækja um.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafía Guðmundsdóttir, leikskólastjóri [email protected]. Einnig er hægt að hafa samband í síma: 578 4300.

Ferilskrá og leyfisbréf kennara fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 25 maí 2025.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
Auglýsing birt8. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarberg 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (30)
Hafnarfjarðarbær
Flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli /frístundaheimilið Álfakot
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður sértækrar heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Íþróttakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar – Leikskólinn Norðurberg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í mið- og unglingadeild fyrir næsta skólaár - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennsla í hönnun og smíði í Setbergsskóla - afleysing til áramóta
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Rafbassakennari - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónfræðakennari - Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í námsveri - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Safnstjóri skólasafns Lækjarskóla
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Heimilisfræðikennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Húsasmíðameistari – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta og miðstigi - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri á mið- og unglingastigi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í miðdeild fyrir næsta skólár– Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari í yngri deild fyrir næsta skólaár - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari í sérdeild - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Aðstoðardeildarstjóri tómstundarmiðstöðvar - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri stoðþjónustu - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sumarstarf - Lundur
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar – Umhverfis- og skipulagssvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær