Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Hafnsögumaður/skipstjóri

Hafnarfjarðarhöfn óskar eftir að ráða til starfa hafnsögumann/skipstjóra í 100% starf. Starfið felst í leið- og hafnsögu skipa, skipstjórn, vélstjórn og annarri hafnarþjónustu, móttöku og þjónustu skipa í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík. Daglegur vinnutími er frá 7:30–16 virka daga, auk þess sem unnið er á bakvöktum, kvöld, nætur og helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hafnsaga skipa til og frá Hafnarfjarðarhöfn/Straumsvík og einnig aðstoð við nærliggjandi hafnir s.s. Helguvík
  • Skipstjórn á hafnsögubátum hafnarinnar, Hamri og Þrótti
  • Sólarhringsvaktstjórn á 3ja vikna fresti. Stjórn með daglegum störfum í samráði við hafnarstjóra og vakthafandi verkstjóra hafnarstarfsmanna
  • Ábyrgð á sólarhringsvaktsíma hafnarinnar á hafnsöguvakt og önnur stjórnunarstörf í umboði hafnarstjóra.
  • Verndarfulltrúi í siglingavernd á öryggissvæði hafnarinnar – samskipti við Samgöngustofu og aðrar stofnanir sem málið snertir
  • Stjórnar umferð skipa um höfnina og ákveður legustað þeirra og færslur innan hafnar í umboði hafnarstjóra í samráði við skipstjórnendur og umboðsaðila/flutningaaðila
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Skipstjórnarréttindi D ( 3 stig)
  • Víðtæk reynsla af skipstjórn
  • Þekking og reynsla af vélstjórn - æskileg
  • Víðtæk þekking á skipaflota og sjávarútvegi
  • Góð reynsla af stjórnun og stjórnunarhæfileikar
  • Frumkvæði, skipulag og sjálfstæð vinnubrögð
  • Almenn ökuréttindi
  • Námskeið í Slysavarnarskóla sjómanna
  • Góð þjónustulund, samskipta- og samstarfshæfni
  • Geta til að vinna undir álagi og takast á við krefjandi aðstæður
  • Gott líkamlegt atgervi/hreysti til að takast á við krefjandi aðstæður/verkefni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Almenn góð tölvukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag skipstjórnarmanna.

Nánari upplýsingar veita Lúðvík Geirsson hafnarstjóri, [email protected] og Ágúst Ingi Sigurðsson yfirhafnsögumaður í síma 414-2300.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 10. júní 2025.

Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnarvernd á hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar þarf sakavottorð að fylgja með umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika.

Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar