Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Leikskólastjóri - Hlíðarberg

Öflugur og faglegur leiðtogi óskast í stöðu leikskólastjóra í leikskólann Hlíðarberg. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir góðum samstarfshæfileikum, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda metnaðarfullu leikskólastarfi.

Leikskólinn Hlíðarberg er 5 deilda leikskóli í Setbergshverfi. Einkunnarorð leikskólans eru hreyfing, sköpun og vellíðan. Leikurinn er kjarninn í kennsluaðferðum skólans og börnin læra á eigin forsendum og þróa þekkingu sínu í frjálsum leik með öðrum börnum. Hugmyndafræði Reggio Emilia er innblástur að starfi skólans þar sem skapandi hugsun er lykilatriði og endurnýtanlegur efniviður notaður í leik og sköpun.

Í Hafnarfirði eru íbúar um 30.000, sveitarfélagið rekur 17 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og styður við heilsueflingu starfsmanna sinna með fjölbreyttum hætti.

Markmið mennta- og lýðheilsusviðs er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
  • Meginhlutverk leikskólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans.
  • Veitir leikskólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Ber rekstrarlega ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
  • Sér um ráðningar starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipuleggur vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða
  • Stjórnunarreynsla og víðtæk þekking/reynsla af leikskólastarfi
  • Leiðtogafærni
  • Áhugi á skólaþróun og faglegur metnaður
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum

Nánari upplýsingar veitir Árný Steindóra Steindórsdóttir deildarstjóri leikskólamála, [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2025

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi leikskólastjóra ásamt afriti af prófskírteini.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur4. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarberg 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (26)
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Leikskólinn Álfaberg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Tónmenntakennari - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar - Skarðshlíðarleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skrifstofustjóri - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Aðstoðarskólastjóri í Skarðshlíðarskóla
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á miðstigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri – Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmenn í tímavinnu – Lækur
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennarar – Heilsuleikskólinn Hamravellir
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skrifstofustjóri - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Heimilisfræðikennari - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennarar á yngsta stig - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Umsjónarkennari á yngsta- og miðstigi - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Vinnuskóli - Biðlisti fyrir 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar Vinnuskóla – sumarstörf
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari á yngsta stig - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Myndmenntakennari– Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli /frístundaheimilið Álfakot
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Kennari - Leikskólinn Hlíðarberg
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður sértækrar heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Íþróttakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær