

Deildarstjóri og sérkennslustjóri í leikskóla
Barnaheimilið Ós er lítill foreldrarekinn leikskóli í "Litla Skerjafirði" í Reykjavík þar sem starfsmenn eru að jafnaði um 16 og um 40 börn. Lögð er áhersla á jákvætt og uppbyggjandi náms- og starfsumhverfi og tækifæri foreldra til að taka þátt í starf skólans með það að markmiði að skapa jafnvægi milli heimils og skóla.
Í uppeldi og menntun barnanna er lögð áhersla á flæði í leik, góða tengslamyndun og jákvæð og umhyggjusöm samskipti. Unnið er að umbótum og nýbreytni í starfinu næstkomandi skólaár og því leitum við að öflugum kennurum með hugmyndir að leiðum til að bæta starfið okkar enn betur. Einnig verður unnið að því að bæta starfsaðstæður kennara og starfsfólks í samvinnu við rekstraraðila.
Sérkennslustjóra staðan er ný staða í skólanum sem verður unnið að því að þróa og aðlaga að sérstöðu skólans.
- Sinna uppeldi og menntun barnanna samkvæmt starfslýsingum KÍ
- Læra og tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
- Sinna daglegum verkefnum í samstarfi við skólastjóra
- Taka þátt í skipulagningu og þróun starfsins undir stjórn stjórnenda skólans
- Tileinka sér jákvæð samskipti og samvinnu við foreldra
- Tileinka sér jákvæðni og stundvísi.
- Leyfisbréf kennara
- Annars konar menntun sem nýtist í starfi
- Áhugi á uppeldi og menntun ungra barna
- Frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- 36 stunda vinnuvika og/eða sveigjanlegur vinnutími (styttingin tekin alla leið)
- Skapandi og nærandi starfsumhverfi
- Samgöngu- og heilsueflingarstyrkir
- Frítt fæði
- Frí milli jóla og nýárs












