

Skemmtilegt og fjölbreytt starf í íbúðakjarna!
Heimilið Jöklasel vantar flott starfsfólk inn í starfsmannahópinn. Á heimilinu býr fólk með einhverfu. Jöklasel er þekkt fyrir góðan móral og samheldinn starfsmannahóp sem tekur vel á móti nýju fólki. Allir dagar hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða og eru engir dagar eins. Mikið umbótarstarf hefur átt sér stað í starfseminni í Jöklaseli þar sem markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu við íbúa. Unnið er á blönduðum vöktum og er starfshlutfall eftir samkomulagi. Jöklasel er þekkt fyrir góðan móral og samheldinn starfsmannahóp sem tekur vel á móti nýju fólki!
Starf í Jöklaseli veitir frábæra reynslu fyrir framtíðarstörf á vinnumarkaði og lítur einstaklega vel út á ferilskrá.
Stuðningur og aðstoð við íbúa við allar athafnir daglegs lífs.
Stuðningur og aðstoð sem gera íbúum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Í Jöklaseli starfar frábær og kraftmikill hópur starfsfólks og einkennist vinnustaðurinn af gleði og jákvæðni.
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Reynsla af tákn með tali.
- Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
- Gerð er krafa um bílpróf.




































