

Sumarstarf á sambýlinu Fannafold í Grafarvogi
Stuðningsfulltrúi óskast í sumarstarf á sambýlið Fannafold 178. Á sambýlinu er sólarhringsþjónusta. Við leitum að starfsmanni í 100 prósent stöðu, sem getur unnið á blönduðum vöktum. Miðað er við að starfmaður hefji störf í maí, eða byrjun júní. Möguleiki á að byrja fyrr, ef þess er óskað.
Almennt um starfið
Stuðningsfulltrúi vinnur eftir stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks til að efla færni, auka sjálfstæði, stuðla að jákvæðri sjálfsmynd og auka lífsgæði.
Markmiðið er að efla lífsgæði einstaklinga og styðja þá til sjálfstæðs lífs, nýta vinnutengda stoðþjónustu, auka samfélagsþátttöku og njóta menningar- og félagslífs.
Leitast er við að einstaklingsmiða þjónustuna og aðlaga hana að breytilegum þörfum og aðstæðum á hverjum tíma. Virða ber sjálfræði einstaklinga og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.
- Hvetja og styða einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Styðja einstaklinga við athafnir dagsleg lífs s.s. við heimilishald, vinnu og samfélagsþátttöku.
- Sinna umönnun og vera vakandi fyrir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga.
- Styðja einstaklinga við að nýta sér almenna þjónustu og til félagslegrar þátttöku.
- Framfylgja öðrum verkefnum sem starfsmanni kunna að vera falin af yfirmanni.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, yfirvegun og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta B1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar



































