
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Félagsráðgjafi hjá Rafrænni miðstöð
Rafræn miðstöð leitar að kraftmiklum félagsráðgjafa sem hefur það hlutverk að veita íbúum ráðgjöf og leiðbeina um þá þjónustu sem borgin og samstarfsaðilar veita.
Rafræn miðstöð er fyrsti viðkomustaður notenda velferðarþjónustu borgarinnar og annast móttöku og afgreiðslu umsókna og símaráðgjöf til íbúa. Jafnframt hefur miðstöðin það hlutverk að framfylgja þjónustustefnu, móta gæðaferla og sinna samræmingu og eftirliti með viðmóti, aðgengi og þjónustu í starfsemi velferðarsviðs.
Rafræn miðstöð er fjölskylduvænn vinnustaður sem leggur áherslu á líðan starfsmanna og góðan starfsanda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til íbúa í gegnum síma eða stafrænar lausnir
- Vinnsla umsókna og einstaklingsmála sem berast rafrænt
- Upplýsingagjöf og leiðbeiningar um velferðarþjónustu
- Þátttaka í mótun gæðaferla og upplýsingagjafar til íbúa og starfsfólks
- Þátttaka í teymisvinnu í Rafrænni miðstöð
- Þátttaka í þverfaglegu starfi með miðstöðvum og hagaðilum
- Þátttaka í umbótum, samræmingu og stafrænni vegferð velferðarsviðs
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi í félagsráðgjöf
- Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
- Brennandi áhugi á umbótum
- Frumkvæði, gagnrýnin hugsun, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslensku- og enskukunnátta á stigi B1
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (14)

Stórskemmtilegt sumarstarf í íbúðakjarna!
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun- Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri fjarheimaþjónustu í Skjáveri Velferðarsviðs Rey
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt sumarstarf á íbúðarkjarna í breiðholtinu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í heimahjúkrun/aðstoðarmaður í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í skaðaminnkandi búsetuúrræði fyrir konur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Heimastuðningur Norðurmiðstöð sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Þorraseli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarnemar / læknanemar - Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umönnun Droplaugarstaðir - sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði í endurhæfingarteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (5)

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

FÉLAGSRÁÐGJAFI
Dalvíkurbyggð

Skólafélagsráðgjafi við Vallaskóla
Vallaskóli, Selfossi

Félagsráðgjafi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sumarstarf námsmanns í félagsþjónustu Múlaþings Egilsstöðum
Fjölskyldusvið