Akureyri
Akureyri
Akureyri

Starfsmaður óskast í Vettvangsteymi stuðningsþjónustu

Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í vettvangsteymi í stuðningsþjónustu í 70% starfshlutfall. Um er að ræða ótímabundna stöðu.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 25 ára aldri og þurfa að geta hafið störf eigi síðar en 1. apríl 2025.

Vettvangsteymið sérhæfir sig í að aðstoða einstaklinga með margþættan vanda, þ.e. geð- og fíknivanda.

Við leitum að sjálfstæðum, ábyrgum og jákvæðum einstaklingi. Mikilvægt er að viðkomandi sé mjög fær í mannlegum samskiptum og tilbúinn að taka að sér ný og krefjandi verkefni.

Velferðarsvið sér um að veita fólki fjölbreytta félagslega þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu þess og/eða skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir skerðingu á færni sem kann að vera samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Um margþætta félagslega þjónusta við einstaklinga og heimili er að ræða. Unnið er eftir hugmyndafræði um skaðaminnkandi nálgun, valdeflingu og Þjónandi leiðsögn.

Vegna hlutlægra þátta sem tengjast starfinu í samræmi við 26. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er að þessu sinni sérstaklega óskað eftir karlmanni í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita persónulegan stuðning og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Efla sjálfræði, frumkvæði og sýna stuðning og vináttu. 
  • Aðstoða við að rjúfa félagslega einangrun, m.a. með því að hafa samskipti við vini og ættingja, sækja vinnu og aðstoð við að njóta menningar, tómstunda og félagslífs.
  • Halda utan um lyf og afhenda skjólstæðingum lyf samkvæmt fyrirmælum lækna og/eða annarra heilbrigðisstarfsmanna og í samráði við einstaklinginn sjálfan.
  • Veita aðstoð við öll verk sem fylgja heimilishaldi s.s. innkaup og aðstoð við þrif.
  • Fylgjast með heilsufari einstaklings og aðstoða hann við að leita sér heilbrigðisþjónustu ef þarf. Framfylgja faglegu skipulagi þjónustunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Við viljum fá starfsmann sem hefur hæfileika til og áhuga á að starfa með fólki og sýnt hefur lipurð og þekkingu í fyrri störfum.
  • Skilyrði eru framúrskarandi samskiptahæfileikar, stundvísi, sveigjanleiki, samviskusemi, góðvild, gagnkvæm virðing og jákvætt viðhorf til fólks.
  • Reynsla af sambærilegu starfi eða starfi í stuðningsþjónustu er kostur og þarf að koma fram í umsókn.
  • Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi, ásamt því að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir.
  • Starfið getur verið andlega sem og líkamlega erfitt og krefst því góðs líkamlegs atgervis
  • Bílpróf er skilyrði.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur23. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar